Skip to content

Greinar og pistlar

Ég hef margt skrifað um ævina, í blöð, tímarit, skýrslur. Hér á eftir eru upptalin og birt nokkur helstu skrif mín sem tengst geta framboði mínu til stjórnlagaþings. Kjósendur geta þannig áttað sig á sjónarmiðum mínum. En ég ítreka að ég vil fyrst og fremst vinna á stjórnlagaþingi að góðri sátt og geri mér þá fulla grein fyrri því að ég mun ekki ná öllum mínum sjónarmiðum fram.

Flokkar:

Feb 11 11

Gullið tækifæri Hæstaréttar til Salómonsdóms

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birt í Fréttatímanum 11. febrúar 2011.]

Fyrir viku velti ég vöngum hér í blaðinu [Fréttatímanum] yfir þeirri ákvörðun Hæstaréttar að úrskurða kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar: Umræður hafa verið um skarpa greiningu Reynis Axelssonar á ákvörðun réttarins, skipuð hefur verið þingmannanefnd um viðbrögð við ákvörðuninni og nú síðast lögð fram beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku málsins. Í beiðninni er farið fram á að ógildingin verði dregin til baka í ljósi nýrra upplýsinga. Í varakröfu er mælst til þess að rétturinn krefjist endurtalningar kjörseðla eftir að öll auðkenni á þeim hafi dyggilega verið fjarlægð, að … lesa áfram »

Feb 11 11

Enginn Salómonsdómur

Höfundur: Þorkell Helgason

Ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings vekur blendnar tilfinningar. Þeim mun betur sem ég fer yfir ákvörðun réttarins því vafasamari finnst mér niðurstaðan. Um þessar efasemdir hef ég ritað á vefsíðu mína thorkellhelgason.is.

Hið jákvæða er að það skuli vera dómstóll sem kveður á um réttmæti kosninga. Þessu er ekki þannig farið um kosningar til Alþingis. Þar liggur hið endanlega ákvörðunarvald um gildi kosninganna hjá þinginu sjálfu, sbr. 46. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er meðal þess sem ég vil fá breytt, fái ég lagt á ráðin. Hefði þótt eðlilegt að við, þingfulltrúarnir 25, hefðum dæmt í eigin „sök“, fellt úrskurð … lesa áfram »

Nov 2 10

Stærðfræði og stjórnmál

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þremur greinum í tímaritinu Vísbendingu sumarið 2010 er fjallað um það hvað einföld stærðfræði kemur víða við sögu í lögum og reglugerðum. Sýnd eru þrjú ólík dæmi þess efnis að þar mætti á stundum beita örlítið viðameiri aðferðum. Dæmin eru um skattkerfi, kosningafyrirkomulag og kvótamál. Vísbendingargreinar lesa áfram »

Aug 21 10

Tilboðsleið: Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar

Höfundur: Þorkell Helgason

Að ósk formanns Starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðistjórnun, Guðbjarts Hannessonar alþm., reifum við í greinargerð þessari leið um breytt fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem grundvallast á hugmynd um innköllun aflahlutdeilda og endurúthlutun þeirra að stærstum hluta en endurráðstöfun þess sem inn er kallað á opinberum tilboðsmarkaði.

Okkur er ekki ætlað það pólitíska hlutverk að velja leið og munum því að mjög litlu leyti bera þessa grunnleið saman við hugsanlegar aðrar leiðir. Á hinn bóginn reifum við möguleg afbrigði af grunnleiðinni m.a. með vísan til kosta hennar og galla.

Ekki eru gerðar tillögur um lagabreytingar á þessu stigi enda þarf fyrst … lesa áfram »

Apr 1 10

Apportionment of Seats to Althingi, the Icelandic Parliament

Höfundur: Þorkell Helgason

Analysis of the Elections
on May 10, 2003, May 12, 2007, April 25, 2009 and April 27, 2013

Thorkell Helgason, PhD
The National Electoral Commission of Iceland
November 2013

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

Sep 29 09

Hvers konar verðtrygging?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Visir.is, skrifuð 29. sep. 2009

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun.

En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í árs­gamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum … lesa áfram »

Sep 7 09

Ekki í mínu nafni

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein fengin af Visir.is, birtist líka í Fréttablaðinu 7. sep. 2009.]

Þorkell Helgason skrifar um kjör aldraðra

Margir kunna að halda af fyrirsögninni að greinarstúfur þessi fjalli um Icesave-málið. Svo er ekki – og þó. Alls kyns talsmenn aldraðra (eða „eldri borgara” eins og það heitir á teprulegu máli) hafa undanfarið andmælt því að stjórnvöld hafa neyðst til að draga úr ríkisútgjöldum og afla tekna m.a. með því að auka skerðingu ellilífeyris vegna annarra tekna.

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara „mótmælir harðlega”; aðrir spara ekki stóru orðin eins og segja þetta koma frá „siðblind[ri] og svikul[i] ríkisstjórn” eins og fyrrverandi talsmaður

lesa áfram »
May 17 09

Um persónukjör

Höfundur: Þorkell Helgason

Helstu leiðir til að gera kjósendum kleift að ráða vali á frambjóðendum í meira eða minna mæli
Í þjóðmálaumræðu undanfarið hefur persónukjör borið mjög á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni á framboðslistum.

Í grein þessari eru reifaðir helstu möguleikar í þessum efnum.

Ítarlega er fjallað um tölulegt uppgjör á kosningum með persónukjöri.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

Apr 25 09

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þessari greinargerð er fjallað um úrslit kosninga til Alþingis, sem fóru fram 25. apríl 2009, og um úthlutun þingsæta.

Áður hafa birst greinargerðir af þessu tagi um þingkosningarnar 2003 og 2007 en allar þessar kosningar byggjast á nýjum stjórnarskrár- og lagaákvæðum um kosningar til Alþingis frá síðustu aldamótum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

Sep 9 07

Tengiltvinnbílar skulu þeir heita

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Sunnudaginn 9. september, 2007

UMRÆÐA um rafbíla er að aukast. Lengi vel var þá aðeins átt við bíla sem ganga alfarið fyrir rafmagni sem geymt er á rafhlöðum í bílunum. Þróun í gerð rafhlaðna í því skyni hefur þó ekki verið sem skyldi; rafhlöðurnar hafa ekki getað geymt nægilegt rafmagn til að akstursvegalengd á milli endurhleðslna væri viðunandi. En með gerð svokallaðra tvinnbíla hafa skapast ný viðhorf. Á útlensku kallast þeir “hýbrid-bílar”, en það eru bílar sem ganga í raun fyrir bensíni eða olíu, en nota jafnframt rafhreyfil og rafhlöðu til að auka nýtni eldsneytisins. … lesa áfram »