Skip to content

Færslur frá November, 2010

Nov 25 10

Kveðið um frambjóðandann

Höfundur: Þorkell Helgason

Nokkrir vinir hafa sent mér framboðsvísur. Þessi er frá sr. Hjálmari Jónsyni:

Hvatningu sífellt ég syng,
síst má því gleyma
að senda Þorkel á þing,
þar á hann heima.

Meðframbjóðandinn sr. Þórir Jökull Þorsteinsson sparar ekki dönskuna á mig auk blessunar:

Besta ósk með blessun sé,
borin fram af heilu þeli.
Otte og tyve, fem og tre,
telst þú heita núna Keli.

Leikfimisfélagi minn í Menningarfélagi Háskólans, Þórður Jóhannesson, orti auðkennisnúmeravísur um alla þrjá frambjóðendurna sem eri í þessu merka félagi, þ.e. auk mín þá Gísla Má Gíslason og Júlíus Sólnes. Á mig pundar hann svona:
Tvisturinn er tala … lesa áfram »

Nov 25 10

Kosningaraðferðin hyglir ekki nýnasistum – Reginfirra leiðrétt

Höfundur: Þorkell Helgason

Einar Júlíusson ritar 24. nóv. s.l. grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Er nokkur nýnasisti í framboði? Þessi grein byggir því miður á reginmisskilningi á þeirri kosningaraðferð sem beitt er við kosninguna til stjórnlagaþings. Aðferðin hefur verið nefnd forgangsröðunaraðferð en er oftast auðkennd með skammstöfuninni STV erlendis.

Einar gengur út frá því að 100.000 kjósendur greiði atkvæði og velji á milli 500 frambjóðenda. Einn þeirra vill hann kalla nýsnasista og sá hljóti 4.000 atkvæði að 1. vali hjá fylgismönnum sínum. Atkvæði hinna 96.000 kjósenda skiptist handahófskennt á milli frambjóðendanna 499 og raðist einhvern vegin á seðla þeirra. Hver þessara 499 fái … lesa áfram »

Nov 25 10

Þeir síðustu í talningunni munu ekki verða fyrstir – Misskilningur leiðréttur

Höfundur: Þorkell Helgason

Hinn 24. nóv. s.l. birtist grein eftir Sigurð F. Sigurðsson í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Furðuleg nýting atkvæða. Í fyrrihluta greinarinnar vísar höfundur til kynningarblaðs sem dóms- og mannréttindaráðuneytið hefur sent á öll heimili þar sem meðal annars er leitast við að skýra hvernig atkvæði eru talin í komandi kosningu til stjórnlagaþings. Lýsingin, sem er væntanlega sú á öftustu opnu blaðsins, er því miður ekki nægilega skýr enda misskilur greinarhöfundur aðferðina og leggur því rangt út af henni. Málið fjallar um það hvernig atkvæði færast frá þeim sem náð hefur kjöri til þeirra sem tilgreindir eru að næsta vali hjá viðkomandi … lesa áfram »

Nov 25 10

Þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá eða ekki?

Höfundur: Þorkell Helgason

Allmargir kjósendur hafa spurt mig um afstöðu mína til þjóðkirkjuákvæðis stjórnarskrárinnar.

Í grundvallaratriðum tel ég óeðlilegt að fjallað sé um einstök trúfélög í stjórnarskránni. Eðlilegt er að trúfrelsi borgaranna og jafnræði trúfélaga sé tryggt í mannréttindakafla hennar. Að mínu mati eiga trúmálin fyrst og fremst heima á þeim vettvangi.

Á hinn bóginn er þjóðkirkjan svo samofin íslensku samfélagi og menningarlífi að taka verður tillit til þess við alla ákvarðanatöku í málinu. Ekki má heldur gleyma því að grunngildin sem stjórnarkrá okkar byggist á og grunngildi kristinnar trúar fara saman. Þessi gildi eru ekki tilgreind í stjórnarskránni. Væntanlega hafa þeir sem … lesa áfram »

Nov 24 10

Kjóstu!

Höfundur: Þorkell Helgason

Stór hópur frambjóðenda hefur opnað vefsíðuna kjostu.org í þeim eina tilgangi að hvetja fólk til að kjósa.

En ekki er nóg að kjósa. Það verður að gera rétt. Munið að kosningarfyrirkomulagið er þannig að frambjóðandinn sem þú setur í efstu vallínu á kjörseðilinn hefur forgang að atkvæði þínu. Næsti maður á kjörseðlinum getur erft atkvæðið (eða hluta þess) frá þeim efsta undir tveimur kringumstæðum. Annars vegar ef sá efsti fær of lítið fylgi til að ná á kjöri eða hins vegar ef hann fær meira fylgi að hann þarf til að ná kjöri. Í báðum tilvikum færist atkvæði þitt (eða … lesa áfram »

Nov 23 10

Viðtölin á Rúv og ÍNN

Höfundur: Þorkell Helgason

Slóð inn á viðtalið sem Ævar Kjartansson tók við mig um helgina

http://podcast.ruv.is/stjornlagathing/2853.mp3

Og ef enn skildi vera eftirspurn eftir viðtalinu sem Ingvi Hrafn tók við mig á dögunum þá er það hér:

http://inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3%A6tti/Hrafna%C3%BEing$1288828860… lesa áfram »

Nov 22 10

Umhverfið og auðlindir í almannaeigu

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef nær alla starfsæfi mína komið að stefnumótun um nýtingu náttúruauðlinda. Í pistlinum  Játningar fyrrverandi orkumálastjóra geri ég grein fyrir aðkomu minni að orku- og umhverfismálum. En ég hef líka langa reynslu af fiskveiðistjórnunarmálum. Bæði var að ég sinnti ýmissi reiknilíkanagerð á því sviði á prófessorsárum mínum en var einnig í vinnuhópum og nefndnum sem mótuðu kvótakerfið á fyrstu árum þess. Síðastliðið sumar var ég fenginn til að útfæra svokallaða tilboðsleið við útdeilingu á kvótum fyrir stjórnskipaða nefnd um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Í báðum þessum málaflokkum hef ég reynt að beita mér fyrir því tvennu að auðlindirnar séu nýttar af varfærni … lesa áfram »

Nov 22 10

Framboðskynning hjá RÁS 1

Höfundur: Þorkell Helgason

Ríkisútvarpið hefur verið að taka upp stutt viðtöl við frambjóðendur sem verða síðan send út næstu daga. Eftirfarandi eru punktar sem ég hafði mér til handargagns í þessari upptöku. Hér má segja að stefnuskrá mín og tilefni framboðs míns birtist í hnotskurn:

Þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins núna? Hverju helst?

  • Fyrst vil ég segja að núgildandi stjórnarskrá er um margt góð enda samin undir áhrifum af frelsisanda nítjándu aldar.
  • Ég sé fyrir mér að stjórnarskráin hefjist á fögrum orðum um að það sé hlutverk alls almannavalds að vernda fólkið og virða reisn mannsins.
  • Ég vil styrkja þingræðið, það fyrirkomulag að
lesa áfram »
Nov 22 10

Landið eitt kjördæmi – en meira þarf til

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningafræði af ýmsu tagi er sá  málaflokkur sem verður mitt sérsvið ná ég kjöri á stjórnlagaþingið.  Því kann að virðast einkennilegt að ég hafi ekki tjáð mig ítarlega um þau mál fyrr en nú, á lokastigi kosningarbaráttunar, ef baráttu skyldi kalla! Ein meginástæða þessa hiks er sú að ég tel mig hafa margt annað fram að færa og vil ekki bjóða mig fram til þingsins einungis sem kosningafræðingur! Nú er ekki lengur til setunnar boðið.

Kosningamál hafa verið mér hugleikin nær alla mína starfsæfi. Fyrir stærðfræðinga eins og mig er málaflokkurinn afar áhugaverður. Bein afskipti mín af kosningamálum hófust strax … lesa áfram »

Nov 22 10

Játningar fyrrverandi orkumálastjóra!

Höfundur: Þorkell Helgason

Allmargir kjósendur hafa spurt um afstöðu mína í orku- og auðlindamálum, ekki síst í ljósi þess að ég var ráðuneytisstjóri í ráðuneyti orkumála og síðan orkumálastjóri alls í umfimmtán ár. Í þessum pistli fer ég stuttlega yfir sögu mína í þessum efnum en í öðrum pistli reifa ég sjónarmið mín til takmarkaðra náttúrugæða og umhverfismála, að svo miklu leyti sem það snertir endurgerð stjórnarskrár.
Áður en lengra er haldið vil ég benda á að í báðum umræddum störfum var ég embættismaður sem bar að þjóna mínum ráðherra til þeirra verka sem hann fýsti að hrinda í framkvæmd. Þetta er talin … lesa áfram »