Skip to content

Ferð þú með 25 eða eitt atkvæði kjósandi góður?

Höfundur: Þorkell Helgason, November 11th, 2010

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin:

Kjörið í stjórnlagaþingskosningunum byggir á forgangsröðun kjósenda, nokkuð sem ekki kemur glögglega fram í opinberri kynningu. Hver kjósandi fer aðeins með eitt atkvæði, ekki 25 eins margir halda. Röðunin á kjörseðilinn skiptir því meginmáli. Sá frambjóðandi sem kjósandinn setur efstan á kjörseðilinn fær fyrstur tækifæri til að nýta sér atkvæðið. Fá hann of lítið fylgi til að eiga möguleika á kjöri færist atkvæðið til þess sem er næstur að vali kjósandans og svo koll af kolli. Ef sá sem er í efsta valínu flýgur á hinn bóginn inn á miklu fylgi færist ónýttur hluti atkvæðisins til næsta manns á seðli kjósandans. Þannig er atkvæði sem mér er greitt að fyrsta vali aldrei kastað á glæ, hvorki ef þú telur mig eiga kosningu vísa (hvað ég vona!) eða ef ég næ ekki kjöri. Í báðum tilvikum gagnast atkvæðið þeim öðrum sem þú færir á kjörseðilinn.

Comments are closed.