Skip to content
Jun 10 18

Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2018 gerðar upp með ýmsum aðferðum

Höfundur: Þorkell Helgason

Nokkuð hefur verið spurt um það hvernig úthlutun sæta í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hefði komið út ef beitt hefði verið öðrum aðferðum en þeirri lögbundnu, þeirri sem kennd er við d‘Hondt. Í ljós kemur að d‘Hondt sker sig úr frá þeim öðrum aðferðum sem koma við sögu á myndinni og gefa allar sömu niðurstöðu. Munurinn d‘Hondt á og hinum er sá að d‘Hondt gefur D og S einu sæti fleira, hvorum lista um sig, á kostnað B og J.

Um muninn á þessum aðferðum öllum má lesa á síðunni http://thorkellhelgason.is/?p=2144. Frekari lýsing verður að bíða rits sem ég vonast til að … lesa áfram »

Jun 1 18

Umsögn vegna frumvarps um eftirgjöf á veiðigjöldum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi er umsögn sem ég sendi til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps stjórnarmeirihlutans sem lagt var fram í skyndi um eftirgjöf á veiðigjöldum. Umsagnarfrestur var aðeins rúmur sólarhringur.]

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 74/2012, 631. mál á 148. löggjafarþingi 2017–2018.

Sú var tíðin að verð á helstu nauðþurftum var ákveðið af stjórnvöldum eða nefndum á þeirra vegum. Sama gilti um fiskverð. Gengi á krónunni var fest með lögum frá Alþingi og miðaðist nær alfarið við afkomu sjávarútvegsins. Þetta fyrirkomulag fól í sér veiðigjald þó með óbeinum hætti væri, en innheimta þess fór fram í … lesa áfram »

May 8 18

Fyrirkomulag kosninga er forneskjulegt

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill birtist í Fréttablaðinu 8. maí 2018 og samdægurs á visir.is; sjá http://www.visir.is/g/2018180509166/fyrirkomulag-kosninga-er-forneskjulegt-]

Skammt er til sveitarstjórnarkosninga en framboðsfrestur ekki útrunninn, þegar þetta er skrifað. Engu að síður er löngu byrjað að kjósa í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og er þá kjörseðillinn autt blað. Þess munu vart dæmi um víða veröld að unnt sé að kjósa þannig út í bláinn, enda hefur lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) margsinnis gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þetta er aðeins eitt dæma um hvað kosningalög okkar eru um margt forneskjuleg, bæði lögin um kosningar til Alþingis svo og þau um kjör … lesa áfram »

Feb 26 18

Hugleiðingar um stöðu stjórnarskrármálsins í kjölfar fundar Stjórnarskrárfélagsins á Sólon 21. feb. 2018

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég sé ekki til lands í stjórnarskrármálinu í þeim skilningi að ný stjórnarskrá byggð á tillögu Stjórnlagaráðs nái fram að ganga á mínum ævidögum. Vera má að þetta sé svartsýni mín (gamals manns!). Á fundinum var bent á að þjóðin, eða amk. stór meirihluti hennar, lýsi sig nú sem fyrr fýsandi þess að fá nýja stjórnarskrá. Þetta fer eftir því hvernig spurt er, en ég vil þó eins og jásystkin mín trúa því að þjóðin meini þetta. Á sama tíma kýs þjóðin nú sem fyrr flokka sem annað hvort eru berlega á móti breytingum eða segjast vilja breytingar, en meina … lesa áfram »

Feb 8 18

Stutt greining á úthlutunum þingsæta 2016 og 2017

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessi pistill er úreltur; sjá endurbætta og aukna gerð: http://thorkellhelgason.is/?p=2710

 … lesa áfram »

Jan 15 18

Helguleikur: Skráning, efni og diskaskrá

Höfundur: Þorkell Helgason

Skráningarsíða

Helguleikur efni og diskaskrá lesa áfram »

Jan 15 18

 „Helguleikur“

Höfundur: Þorkell Helgason

Væntanleg er bók um tónlistarstarf Helgu Ingólfsdóttur semballeikara (f. 1942, d. 2009) og um leið sögu Sumartónleika í Skálholtskirkju sem Helga stofnaði og stýrði í þrjátíu sumur.

Nánari upplýsingar um bókina og geisladiska sem fylgja henni er að finna hér:

Helguleikur efni og diskaskrá

Hægt er að skrá áskrift með ýmsu móti (þó helst í þessari forgangsröð):

  1. Á síðunni: Skráningarsíða.
  2. Með tölvupósti á thorkellhelga@gmail.com og fá þá sent eyðublað til baka.
  3. Með bréfi til Þorkels Helgasonar, Strönd, 225 Álftanesi þar sem fram komi fullt nafn, kennitala, heimilisfang auk nafns maka sé því að skipta.
  4. Eða með því að hringja í
lesa áfram »
Jan 11 18

Veiðigjald er ekki skattur heldur afnotagjald

Höfundur: Þorkell Helgason

 

[Birtist á Fréttablaðinu og á visir.is 11. janúar 2018; sjá http://www.visir.is/g/2018180119868/veidigjald-er-ekki-skattur-heldur-afnotagjald-]

Skattar eru lagðir á „eftir efnum og ástæðum“ eins sagt var í gömlum lögum um álagningu útsvars. [i] Þeir sem betur eru settir greiða hlutfallslega meira en hinir. Þetta er gert af félagslegum ástæðum, til tekjujöfnunar. En þetta á aðeins við um skatta á tekjur einstaklinga. Fyrirtæki greiða aftur á móti öll sama hlutfall af hreinum tekjum sínum, óháð efnahag að öðru leyti. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt að vera þar með einhverjar tekjujöfnunarkúnstir.

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir: „Við endurskoðun laga um veiðigjöld þarf að hafa … lesa áfram »

Oct 12 17

Fullt gjald fyrir afnot fiskimiðanna

Höfundur: Þorkell Helgason
[Birtist í Fréttablaðinu og visir.is 12. október 2017]
Forseti Íslands tók í júlí 2015 við undirskriftum 53.571 kosningabærs Íslendings þar sem skorað var á hann að „…vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnar­skrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“.

Frá því að þessi áskorun var afhent hefur Alþingi hvorki sett ákvæði um þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrá (sem 80% kjósenda kröfðust í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. 2012) né tryggt með öðru

lesa áfram »
Sep 29 17

Fyrningarleið: Ráðstöfun aflahlutdeilda sem byggir á fyrningu á tilboðsmarkaði

Höfundur: Þorkell Helgason

Greinargerð um efnið, fyrningarleiðina, var upphaflega samin sumarið 2010 fyrir Starfshóp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða sem þáverandi ríkisstjórn setti á laggirnar.  Höfundar greinargerðarinnar voru þeir Þorkell Helgason, fyrrv. prófessor í reiknifræði við Háskóla Íslands, og Jón Steinsson, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York. Þessa eldri gerð er að finna á vefsíðunni http://thorkellhelgason.is/?p=285.

Annar höfundanna, Þorkell Helgason, hefur endurskoðað greinargerðina þar sem m.a. eru felld brott nokkur útfærsluatriði sem áttu sérstaklega við í umræddu pólitísku samhengi. Auk þess er þar nýtt viðhengi þar sem sérstaklega er vikið að því hvers virði það sé fyrir útgerðina að … lesa áfram »