Skip to content

Færslur í flokknum ‘Alþingiskosningar’

Feb 8 18

Stutt greining á úthlutunum þingsæta 2016 og 2017

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessi pistill er úreltur; sjá endurbætta og aukna gerð: http://thorkellhelgason.is/?p=2710

 … lesa áfram »

Oct 12 17

Fullt gjald fyrir afnot fiskimiðanna

Höfundur: Þorkell Helgason
[Birtist í Fréttablaðinu og visir.is 12. október 2017]
Forseti Íslands tók í júlí 2015 við undirskriftum 53.571 kosningabærs Íslendings þar sem skorað var á hann að „…vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnar­skrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“.

Frá því að þessi áskorun var afhent hefur Alþingi hvorki sett ákvæði um þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrá (sem 80% kjósenda kröfðust í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. 2012) né tryggt með öðru

lesa áfram »
Sep 26 17

Aukum rétt kjósenda strax

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 26. september 2017]

Traust á stjórnmálunum hefur verið lítið og er nú í lágmarki. Fólki finnst það vera haft að fífli, haldið utan við upplýsingar og ákvörðunartöku. Allur þorri kjósenda vill til dæmis að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nær fimm árum játtu þessu fjórir af hverjum fimm þeirra sem afstöðu tóku. Svipað var uppi á teningnum þegar spurt var hvort menn vildu aukið persónukjör, jafnt vægi atkvæða eða möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál. Um allt þetta þegir gildandi stjórnarskrá eða er alls ófullnægjandi. Ekki bætir úr skák að stjórnarskráin er … lesa áfram »

Dec 20 16

Hvaða þingmenn standa tæpast?

Höfundur: Þorkell Helgason

Höfundur hefur ritað greinargerðir um úrslit allra þingkosninga á þessari öld, en er enn að dunda sér við að semja þá um kosningarnar 29. október 2016. Kallað hefur verið eftir kaflanum þar sem fjallað er um tæpustu tölur. Þeim kafla má þjófstarta með því að klikka hér: atkvaedabreytingar-2016.

Líta verður á þennan kafla sem drög. Hann kann að breytast eitthvað í lokagerð, en varla efnislega.… lesa áfram »

Oct 31 16

Þurfum við ríkisstjórn?

Höfundur: Þorkell Helgason

Vitaskuld þarf ríkisstjórn. Þörf er á framkvæmdavaldi og er þá orðið vald ekki viðeigandi. Nær væri að tala um framkvæmdastjórn sem hefði það hlutverk að fylgja því eftir því sem Alþingi ákveður. Þingið er kosið af þjóðinni, ríkisstjórnin er ekki kosin. Samt hefur það verið svo – og ekki aðeins á Íslandi –  að valdið virðist vera hjá ríkisstjórn. Við í Stjórnlagaráði vildum snúa þessu við og tryggja Alþingi raunverulegt vald og virðingu. Við sáum fyrir okkur að það þætti meira um vert að vera þingflokksformaður en ráðherra, enda væru ráðherrar ekki jafnframt þingmenn.

„Hugsað út fyrir hefðina“ er fyrirsögn … lesa áfram »

Oct 21 16

Kvótakerfið: Kjósendur eiga valið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill eftir Þorkel Helgason og Bolla Héðinsson birtist í Fréttablaðinu 20. október 2016 og samdægurs á visir.is; sjá http://www.visir.is/kvotakerfid–kjosendur-eiga-valid/article/2016161029996]

Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð.

Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað … lesa áfram »

Oct 7 16

Röðunarval reyndist vel í kjöri á formanni Samfylkingarinnar

Höfundur: Þorkell Helgason

Þorkell Helgason og Þórður Höskuldsson

Kjör formanns Samfylkingarinnar fór fram dagana 28. maí til 3. júní 2016. Í framboði voru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir.

Við kjörið var beitt aðferð færanlegs atkvæðis (e. STV eða Single Transferable Vote) og var það í fyrsta sinn sem aðferðin var notuð í vali á einstaklingi í opinberu kjöri hér á landi – eftir því sem best er vitað. Samkvæmt aðferðinni var kjósendum gert að velja einn frambjóðanda að aðalvali en síðan gefinn kostur á að raða öðrum, einum eða fleiri, í forgangsröð sem varaval.

Talningin… lesa áfram »

Oct 5 16

Fyrningar- og uppboðsleið: Málamiðlun í kvótamálum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill okkar Bolla Héðinssonar birtirst í Fréttablaðinu 28. september 2016.]

Tilhögun á veiðigjaldi því sem útgerðinni ber að greiða til samfélagsins fyrir afnot af fiskistofnunum, sameign þjóðarinnar,  er eitt þeirra meginmála sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Stjórnkerfið sjálft, aflamarkskerfið, hefur reynst vel til að ná þeim markmiðum að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna og ná fram rekstrarlegri hagkvæmni. Samt er enn deilt. Ástæðan er sú að það eru a.m.k. tvö önnur meginmarkmið sem ekki hafa verið virt: Að allir hafi sem jöfnust tækifæri til þátttöku í fiskveiðunum og – umfram allt – að auðlindaarðurinn af nýtingu fiskimiðanna, þjóðareignarinnar, … lesa áfram »

Jan 17 16

A heuristic approach to the matrix apportionment problem

Höfundur: Þorkell Helgason

Here is a draft version of a paper: “A heuristic approach to the matrix apportionment problem“.… lesa áfram »

Jan 17 16

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 27. apríl 2013

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þessari greinargerð er fjallað um úrslit kosninga til Alþingis, sem fóru fram 27. apríl 2013, og um úthlutun þingsæta.

Áður hafa birst greinargerðir af þessu tagi um þingkosningarnar 2003, 2007 og 2009 en allar þessar kosningar byggjast á nýjum stjórnarskrár- og lagaákvæðum um kosningar til Alþingis frá síðustu aldamótum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »