Skip to content

Færslur í flokknum ‘Alþingiskosningar’

Feb 10 13

Viðbrögð við gagnrýni Indriða H. Indriðasonar á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins

Höfundur: Þorkell Helgason

Erindi sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands (þskj. nr. 3, 140. lþ.)

Undirritaður leyfir sér enn á ný að rita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að bregðast við gagnrýni á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins en setur sem kunnugt er ramma um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Í þetta sinn verður fjallað um tvær ábendingar sem fram hafa komið opinberlega frá Indriða H. Indriðasyni stjórnmálafræðingi um þessi ákvæði. Það er álit undirritaðs að athugasemdirnar séu báðar það villandi að þeim verði að svara.

Voru ráð erlendra fræðimanna hunsuð?

Á málþingi þriggja íslenskra háskóla um tillögur stjórnlagaráðs lesa áfram »

Feb 7 13

Leiðir persónukjör til spillingar?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 7. febrúar 2013.]

Í umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið er því iðulega haldið fram að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu með auknu vægi persónukjörs. Þetta endurspeglast m.a. í Kögunarhólspistli hér í blaðinu 26. janúar sl. undir þeirri afdráttarlausu millifyrirsögn „Meiri spilling”.

Eru þetta einhlítar niðurstöður og traustar rannsóknir? Að mati undirritaðs er svarið nei. Þvert á móti benda vandaðar rannsóknir fremur til þess að þar sem er persónukjör sé spilling minni en ella, þvert á fullyrðingar hér innanlands. Þetta er rökstutt í erindi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem finna má á vefsíðunni http://thorkellhelgason.is/?p=1844 en … lesa áfram »

Nov 26 12

Um gagnrýni á ákvæði um þingkosningar í frumvarpi stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

Í minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sendu 26. nóvember bregst ég við hluta þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið í erindum til þingnefndarinnar á ákvæði um þingkosningar í tillögum stjórnlagaráðs að endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Minnisblaðið hefur verið í vinnslu allt frá haustinu 2011 og var frágengið áður en núverandi hrina málins hófst, þ.e.a.s. þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október s.l., vinna sérfræðingahóps þess sem skilaði af sér 12. nóvember s.l., frumvarp meirihluta stjórnskipunar og eftirlistnefndar og umræðu um það. Því er hér gengið út frá upphaflegum tillögum stjórnlagaráðs eins og þær eru birtar á þskj. nr. 3,140. lþ.

Þrátt fyrir að höfundur telji … lesa áfram »

Nov 19 12

Spurt og svarað um kosningaákvæðin í tillögum stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnlagaráð leggur til gagngera breytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Tillagan birtist í 39. gr. frumvarps þess auk þess sem 43. gr. skiptir og máli í þessu samhengi.

Þessar tillögugreinar eru tíundaðar málsgrein fyrir málsgrein í meðfylgjandi skjali. Er þá stuðst við það orðalag sem fundur stjórnlagaráðsfulltrúa í mars 2012 bauð upp á sem valkost en efnisbreytingar eru engar frá fyrri gerð.

Undir hverri málsgrein er færðar fram spurningar sem fram hafa komið ím umræðunni um málið og síðan brugðist við þeim með svörum. Sjá III ítarefni SpurtOgSvaradKosningakerfiRadsins 31 okt 2012

Pistill … lesa áfram »

Nov 19 12

Ákvæði um kosningar til þjóðþinga í stjórnarskrám Norðurlanda

Höfundur: Þorkell Helgason

Í eftirfarandi skjali er að finna kosningaákvæði í stjórnarskrám Norðurlanda í samanburði við frv. stjórnlagaráðs og dæmi stjórnlaganefndar. Athyglisvert er hve mismunadi ítarleg ákvæðin eru. Sjá II ítarefni Kosningakerfi Norðurlanda (augljós afritunarskekkja leiðrétt 3. des. 2012).… lesa áfram »

Nov 19 12

Um persónukjör í Bremen og Hamborg

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þýsku borgríkjunum Bremen og Hamborg var lögum um kosningar til borgarþinga gjörbreytt fyrir kosningar á árinu 2011. Tekið upp mjög virkt persónukjör þar sem hver kjósandi fer með 5 krossa í hverri einstakri kosningu (í kjördæmi eða í landskjöri).  Áhrifin urðu umtalsverð, þannig að fjarri fór að allir þeir hafi náð kjöri sem skipuðu vinningssæti flokkanna.  Ýmsir gallar eru þó á kerfunum sem væri auðvelt að laga.

Þessu öllu er nánar lýst í þessu skjali: I ítarefni BremenHamburg 31 okt 2012 lesa áfram »

Oct 19 12

Treystum kjósendum til að velja sér góða þingmenn!

Höfundur: Þorkell Helgason

 

Í umræðu gætir einatt misskilnings um tillögur stjórnlagaráðs um það hvernig kjósa skuli til Alþingis. Kjarni tillagnanna er einfaldur:

  • Flokkar velja frambjóðendur á lista, allt eins og verið hefur.
  • Listar eru ýmist kjördæmislistar eða landslistar. Sami frambjóðandi má vera á báðum stöðum.
  • Hver kjósandi fer með eitt atkvæði sem hefur sama vægi alls staðar á landinu. Hann getur varið því til að merkja við listabókstaf eða valið frambjóðendur með persónukjöri.
  • Þannig getur kjósandinn krossað annað hvort við einn kjördæmis- eða einn landlista, eins og nú, og leggur þá alla frambjóðendur á listanum að jöfnu.
  • Eða hann getur tekið þátt
lesa áfram »
Sep 20 12

Spurt og svarað um ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs um kosningar til Alþingis

Höfundur: Þorkell Helgason

Þennan langa pistil má líka nálgast sem pdf-skjal: 

SpurtOgSvaradKosningakerfiRadsins_20sept2012_Thorkell 

 

Stjórnlagaráð leggur til gagngera breytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Tillagan birtist í 39. gr. frumvarps þess auk þess sem 43. gr. skiptir og máli í þessu samhengi. Þessar tillögugreinar eru hér tíundaðar málsgrein fyrir málsgrein. Er þá stuðst við það orðalag sem fundur stjórnlagaráðsfulltrúa í mars 2012 bauð upp á sem valkost en efnisbreytingar eru engar frá fyrri gerð:

39. gr. um alþingiskosningar í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

1. mgr.        Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til lesa áfram »

Sep 3 12

Hvernig kynni skipan Alþingis að breytast við jafnt vægi atkvæða?

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessari spurningu hefur verið kastað fram. Spurt er nánar hvað gerst hefði 2009 ef þá hefði verið jafnt vægi atkvæða. Það er alltaf varhugavert að nota úrslit úr liðnum kosningum til að spá um hvað gerst hefði ef kosningalög hefðu verið einhvern veginn öðru vísi. Kjósendur haga sér ávallt að nokkru með tilliti til þess fyrirkomulags sem gildir hverju sinni.

Engu að síður er hér sýndar töflur um skiptingu þingsæta ef sætum er skipt eins jafnt og unnt er milli kjördæma á grundvelli kosningaúrslitanna frá 2009.

Tafla I sýnir hvernig sætaskipanin hefði orðið 2009 ef sætum væri skipt á milli … lesa áfram »

Feb 28 12

Kosningar geta verið margslungnar!

Höfundur: Þorkell Helgason

Eins og sést hér neðar flutti ég erindi um fyrirkomulag kosninga til Alþingis 1. mars. 2012. Um 20 mann hlýddu á og komu með gáfulegar spurningar og athugasemdir og var þetta hin skemmtilegasta uppákoma sem stóð á aðra klukkustund. Erindið er hér að finna á slæðuformi: ARFÍ1.mars2012Kosningar

Fréttatilkynning frá Aðgerðarannsóknarfélagi Íslands:

Þorkell Helgason flytur erindi hjá Aðgerðarannsóknarfélagi Íslands (ARFÍ) fimmtudaginn 1. mars 2012, kl. 16:30 í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík

Fyrirkomulag kosninga er af mörgu taginu og ekki jafn einfalt og sjálfgefið mál og virðast kann við fyrstu sýn. Varla eru nokkur tvö kosningakerfi eins, enda ekkert einleikið … lesa áfram »