Skip to content

Færslur í flokknum ‘DV’

Nov 13 10

Stjórnarskrá verður ekki til með krossaprófi

Höfundur: Þorkell Helgason

DV.is á allt gott skilið fyrir að sinna kosningunni til stjórnlagaþings, einn fárra fjölmiðla. Á hinn bóginn hef ég miklar efasemdir um þá aðferð að setja frambjóðendur í krosspróf þar sem þeim er ætlað að taka með afar einföldum og yfirborðskenndum hætti afstöðu til meginþátta í gerð stjórnarskrár. Góð stjórnarskrá verður aldrei til með þeim hætti. Ef svo væri þá þyrfti ekkert stjórnlagaþing heldur dygði að leggja krossaprófið fyrir almenning og láta svo ritnefnd sjá um afganginn. Úr því yrði álíka afurð og þegar nefnd samdi píanókonsert á dögum menningarbyltingarinnar í Kína.
Ég hef sem frambjóðandi engu að síður svarað … lesa áfram »