Skip to content

Færslur í flokknum ‘Færeyjar’

Oct 26 16

Færeyingar leggja til að fiskveiðiheimildir verði alfarið boðnar upp

Höfundur: Þorkell Helgason

[Við Jóns Steinsson, hagfræðingur höfum tekið saman eftirfarandi yfirlit yfir fyrirætlanir Færeyinga um kvótauppboð og komið efninu á framfæri við nokkra fjölmiðla.]

Nefnd skipuð af sjávarútvegsráðherra Færeyja skilaði 3. október s.l. ítarlegri skýrslu um skipan fiskveiðistjórnunar sem taki gildi í ársbyrjun 2018 en þá falla núverandi fiskveiðistjórnunarlög úr gildi. Skýrsluna má finna á vef ráðuneytisins færeyska; sjá http://www.fisk.fo/kunning/tidindi/neydugar-tillagingar-i-foroysku-fiskivinnuni/.

Skýrsla nefndarinnar ber heitið „Ný og varanleg skipan fiskveiðimála fyrir Færeyjar“. Hún er afar ítarleg, nær 250 síður að lengd, og áhugaverð fyrir alla þá sem er umhugað um að finna góða málamiðlun í kvótamálunum hér á landi.

Nefndinni var með … lesa áfram »