Skip to content

Færslur í flokknum ‘Forsetinn’

Mar 4 11

Forsetinn njóti stuðnings meirihlutans

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 4. mars 2011]

Aðeins einn af forsetum lýðveldisins hefur náð stuðningi meirihluta kjósenda við fyrstu kosningu í embættið. Það gerði Kristján Eldjárn í forsetakosningunni 1968 er hann hlaut nær tvo þriðjuhluta atkvæða, en þar ber þó að hafa í huga að hann hafði einungis einn mótframbjóðanda. Yfirlit yfir stuðning við kjörinn forseta er sýnt í 1. töflu:

1. tafla.          Fylgi kjörinna forseta við fyrstu kosningu.
Forseti Kosningaár Hlutfall af gildum atkvæðum Tala mótfram-bjóðenda
Sveinn Björnsson 1944 Var þingkjörinn
Ásgeir Ásgeirsson 1952 48,3% 2
Kristján Eldjárn 1968 64,3% 1
Vigdís Finnbogadóttir 1980 33,8% 3
Ólafur Ragnar
lesa áfram »
Feb 25 11

Til hvers er forsetinn?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birt í Fréttatímanum 25. febrúar 2011]

Eftir þriðju synjun forseta Íslands á staðfestingu á lögum frá Alþingi er tilvist og hlutverk embættisins í brennidepli. Stjórnarskráin frá 1944 er ótraust heimild um verksvið forseta í ljósi þeirrar túlkunar sem núverandi forseti hefur haft á hlutverki sínu. Það er reyndar engin furða þar sem orðanna hljóðan í stjórnarskránni segir eitt en svokallaðir lögspekingar annað. Þótt stjórnarskránni væri ekki breytt að öðru leyti en því að gera ákvæðin um forsetann skiljanleg venjulegu fólki væri það mikilsverð betrumbót. Eftir að núverandi forseti hefur varpað mörgum af hefðunum um embættið fyrir róða þarf þó að … lesa áfram »

Nov 3 10

Hver gætir almennings gagnvart valdinu?

Höfundur: Þorkell Helgason

Mikilvægt er að hinir þrír stólpar ríkisvaldsins, löggjafinn (Alþingi), framkvæmdarvaldið (ríkisstjórnin) og dómsvaldið (dómstólarnir) séu aðskildir og hafi aðhald og eftirlit hver með öðrum. Ýmis sjónarmið eru uppi um það hvernig þetta skuli gert. Sumir vilja að framkvæmdarvaldið sé kosið sérstaklega. Aðrir vilja efla þingið, styrkja þingræðið, svo að það eigi í fullu tré við framkvæmdarvaldið. Ég reifa þessi sjónarmið í nokkrum pistlum á vefsíðu minni og hallast þá fremur að seinni lausninni. Um sjálfstæði dómstólanna eru allir sammála.

En gagnkvæmt eftirlit er eitt, utanaðkomandi eftirlit er annað. Nú eru allmörg embætti og eftirlitsstofnanir sem hafa það hlutverk að úrskurða … lesa áfram »

Oct 28 10

Þingræði eða forsetaræði?

Höfundur: Þorkell Helgason

Við búum við þingræði á Íslandi, ekki forsetaræði, enda þótt orðlag gildandi stjórnarskrár um valdsvið forseta sé óljóst. Það verður eitt stærsta verkefni stjórnlagaþings að taka af skarið í þessum efnum.

Hvað er átt við með þessum hugtökum? Stuttar skilgreiningar eru þessar:

Þingræði er sú stjórnskipun að ríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi löggjafarþingsins, Alþingis. Kjósendur hafa þannig ekki beina aðkomu að vali á ríkistjórn heldur aðeins í gegnum fulltrúa sína, þingmennina.

Forsetaræði er nafgift sem er notuð um það að framkvæmdarvaldið sé í höndum forystumanns eða manna, forseta eða forsætisráðherra, sem kjörnir eru beint af þjóðinni óháð hvernig þjóðþingið, … lesa áfram »

Dec 1 06

Minnisblað til stjórnarskrárnefndar 2005 um aðferðir við kjör forseta Íslands

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ég sendi stjórnarskrárnefnd þeirri sem skipuð var 2005 minnisblað sem hér má lesa.]

Minnisblaðið hefst þannig:

Ákvæði um kjör forseta Íslands er að finna í 5. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, en þar segir:
Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt
hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra
manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er
rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án
atkvæðagreiðslu.

Samkvæmt þessu fyrirkomulagi, einfaldri meirihlutakosningu, getur það hæglega gerst að forseti nái kjöri … lesa áfram »

Jun 1 05

Um skilning á 26. gr. stjórnarskrárinnar eftir orðanna hljóðan

Höfundur: Þorkell Helgason

26. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo:
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »