Skip to content

Færslur í flokknum ‘Framboðið’

Nov 17 10

Frambjóðendur á ferð

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég verð á Akureyri síðdegis fimmtudaginn 18. nóv. í hópi góðra meðframbjóðenda að norðan og sunnan. Byrjum í Háskólanum á Akureyri kl. 12:30 og svo á Glerártorgi kl. 15-18.
Síðan verður hópurinn á Selfossi í Kjarnanum á föstudaginn 19. nóv. kl. 16-19.
Þar næst á Sólon Íslandus í Bankastrætinu í Reykjavík á laugardag kl. 13-18.
Vonumst til að hitta sem flesta.
Lýk máli mínu eins og venjulega: Flykkist á kjörstað laugardaginn 27. nóvember og gerið kosninguna til stjórnlagaþings sigur fyri lýðræðið… lesa áfram »

Nov 14 10

Stjórnskipan sem hentar okkur

Höfundur: Þorkell Helgason

Í fyrri pistlum hef ég varpað fram spurningum um valið á milli þingræðis og forsetaræðis og hallast að þingræðinu. Ein af meginforsendum svarsins er hvernig við lítum á stöðu okkar sem smáþjóð úti í miðju Atlantshafi. Við verðum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr að horfast í augu við það að við landsmenn erum innan við þriðjungur milljónar. Oft segja menn máli sínu til stuðnings: „Svona gera aðrar þjóðir og við getum ekki verið minni menn.“ Það er nú meinið að við verðum stundum að sætta okkur við smæðina, án þess þó að vera „minni menn“. Við höfum … lesa áfram »

Nov 13 10

Stjórnarskrá verður ekki til með krossaprófi

Höfundur: Þorkell Helgason

DV.is á allt gott skilið fyrir að sinna kosningunni til stjórnlagaþings, einn fárra fjölmiðla. Á hinn bóginn hef ég miklar efasemdir um þá aðferð að setja frambjóðendur í krosspróf þar sem þeim er ætlað að taka með afar einföldum og yfirborðskenndum hætti afstöðu til meginþátta í gerð stjórnarskrár. Góð stjórnarskrá verður aldrei til með þeim hætti. Ef svo væri þá þyrfti ekkert stjórnlagaþing heldur dygði að leggja krossaprófið fyrir almenning og láta svo ritnefnd sjá um afganginn. Úr því yrði álíka afurð og þegar nefnd samdi píanókonsert á dögum menningarbyltingarinnar í Kína.
Ég hef sem frambjóðandi engu að síður svarað … lesa áfram »

Nov 11 10

Ferð þú með 25 eða eitt atkvæði kjósandi góður?

Höfundur: Þorkell Helgason

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin:

Kjörið í stjórnlagaþingskosningunum byggir á forgangsröðun kjósenda, nokkuð sem ekki kemur glögglega fram í opinberri kynningu. Hver kjósandi fer aðeins með eitt atkvæði, ekki 25 eins margir halda. Röðunin á kjörseðilinn skiptir því meginmáli. Sá frambjóðandi sem kjósandinn setur efstan á kjörseðilinn fær fyrstur tækifæri til að nýta sér atkvæðið. Fá hann of lítið fylgi til að eiga möguleika á kjöri færist atkvæðið til þess sem er næstur að vali kjósandans og svo koll af kolli. Ef sá sem er í efsta valínu flýgur á hinn bóginn inn á miklu fylgi … lesa áfram »

Nov 6 10

Þú hefur aðeins eitt atkvæði, röðun skiptir meginmáli

Höfundur: Þorkell Helgason

Á vefsíðunni kosning.is má finna flipann Kynning á frambjóðendum til stjórnlagaþings. Þar er hægt að tína  til frambjóðendur og raða þeim á hjálparkjörseðil. Kjósendur geta raðað á þennan hjálparseðil hvenær sem tóm gefst til, hann er sjálfkrafa vistaður. Að lokum getur kjósandinn prentað seðilinn út og haft hann með sér á kjörstað. Dvölin í kjörklefanum þarf þá ekki að vera löng; einungis til að færa auðkennistölur af hjálparseðlinum yfir á hinn eiginlega kjörseðil.  Þetta er þakkarvert framtak og hvetja verður kjósendur að nýta sér þetta mikilvæga hjálpartæki.

Á vefsíðunni kemur því miður ekki fram að röð frambjóðenda skiptir meginmáli. Margir … lesa áfram »

Nov 3 10

Hver gætir almennings gagnvart valdinu?

Höfundur: Þorkell Helgason

Mikilvægt er að hinir þrír stólpar ríkisvaldsins, löggjafinn (Alþingi), framkvæmdarvaldið (ríkisstjórnin) og dómsvaldið (dómstólarnir) séu aðskildir og hafi aðhald og eftirlit hver með öðrum. Ýmis sjónarmið eru uppi um það hvernig þetta skuli gert. Sumir vilja að framkvæmdarvaldið sé kosið sérstaklega. Aðrir vilja efla þingið, styrkja þingræðið, svo að það eigi í fullu tré við framkvæmdarvaldið. Ég reifa þessi sjónarmið í nokkrum pistlum á vefsíðu minni og hallast þá fremur að seinni lausninni. Um sjálfstæði dómstólanna eru allir sammála.

En gagnkvæmt eftirlit er eitt, utanaðkomandi eftirlit er annað. Nú eru allmörg embætti og eftirlitsstofnanir sem hafa það hlutverk að úrskurða … lesa áfram »

Oct 30 10

Auðkennistalan er 2853

Höfundur: Þorkell Helgason

Í kosningum til stjórnlagaþings fær hver frambjóðandi auðkennistölu og er tala Þorkels Helgasonar 2853. Kjósendur geta raða allt að 25 nöfnum eftir auðkennistölum á kjörseðilinn og er mikilvægt að nýta valrétt sinn vel. Mikilvægast er að sjálfsögðu að setja töluna 2853 á listann og ekki væri verra ef hún lenti ofarlega!


lesa áfram »

Oct 29 10

Virkt þingræði

Höfundur: Þorkell Helgason

Hvort vil ég halda í þingræðið eða taka upp hreint forsetaræði? Annars vegar ræður þingið því í reynd hverjir skipa ríkisstjórn eða þá að foringi ríkisstjórnar er kosin beint af almenningi. Ég verð að játa að ég hef sveiflast nokkuð til í þessum efnum eftir þeim rökum sem ég hef heyrt. En því betur sem ég kynni mér málið, horfi til baka yfir reynsluna hallast ég nú að þingræðisleiðinni en þó í þeirri gerð sem henti okkur sem fámennri þjóð. Nái ég kjöri á stjórnlagaþing mun ég þó í þessum málum sem öðrum hlusta á rök annarra.

Vík ég þá … lesa áfram »

Oct 28 10

Þingræði eða forsetaræði?

Höfundur: Þorkell Helgason

Við búum við þingræði á Íslandi, ekki forsetaræði, enda þótt orðlag gildandi stjórnarskrár um valdsvið forseta sé óljóst. Það verður eitt stærsta verkefni stjórnlagaþings að taka af skarið í þessum efnum.

Hvað er átt við með þessum hugtökum? Stuttar skilgreiningar eru þessar:

Þingræði er sú stjórnskipun að ríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi löggjafarþingsins, Alþingis. Kjósendur hafa þannig ekki beina aðkomu að vali á ríkistjórn heldur aðeins í gegnum fulltrúa sína, þingmennina.

Forsetaræði er nafgift sem er notuð um það að framkvæmdarvaldið sé í höndum forystumanns eða manna, forseta eða forsætisráðherra, sem kjörnir eru beint af þjóðinni óháð hvernig þjóðþingið, … lesa áfram »

Oct 27 10

Núgildandi stjórnarskrá er barn síns tíma

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er, eins og allir vita, komin til ára sinna. Upphaflega fengu Íslendingar hana frá Kristjáni IX. Danakonungi, þeim sem stendur á stalli fyrir framan stjórnarráðshúsið „með frelsisskrá í föðurhendi“ eins og skáldið kvað. Aldurinn þarf ekki að vera stjórnarskrá til hnjóðs. Nægir að nefna stjórnarskrá Bandaríkjanna eða Noregs sem eru báðar um eða yfir tvö hundruð ára gamlar.

Lýðveldisstjórnarskráin er í grundvallaratriðum byggð á „frelsiskránni“ þó þannig að orðinu „kóngur“ er skipt út fyrir orðið „forseti“. Síðan hafa einkum verið gerðar á henni breytingar af þrennum toga: Ákvæðum um kjördæmaskipan og kosningamál hefur þrisvar sinnum verið breytt, … lesa áfram »