Skip to content

Færslur í flokknum ‘Fréttablaðið’

Jun 7 19

Stjórnarskrárafmæli, þýsk og íslensk

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill birtist nokkuð styttur í Fréttablaðinu 7. júní 2019 og jafnframt á vefsíðunni https://www.frettabladid.is/skodun/stjornarskrarafmaeli-thysk-og-islensk/.  Hér er pistillinn í upphaflegri lengd.]

 

Mannleg reisn er friðhelg

Þannig hefst fyrsta grein stjórnarskrár eða grundvallarlaga Sambandslýðveldisins Þýskalands; „Die Würde des Menschen ist unantastbar.“ Þetta var skráð fjórum árum eftir að lokið hafði hörmungartímabili í þýskri sögu þar sem mannhelgin var fótum troðin af valdhöfum.

Við setningu grundvallarlaganna var lagt kapp á að fyrirbyggja að sagan endurtæki sig. Var þá tekið mið af því hvað þótti hafa brugðist í þeirri stjórnarskrá sem á undan hafði gilt, Weimar-stjórnarskránni, en … lesa áfram »

May 8 18

Fyrirkomulag kosninga er forneskjulegt

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill birtist í Fréttablaðinu 8. maí 2018 og samdægurs á visir.is; sjá http://www.visir.is/g/2018180509166/fyrirkomulag-kosninga-er-forneskjulegt-]

Skammt er til sveitarstjórnarkosninga en framboðsfrestur ekki útrunninn, þegar þetta er skrifað. Engu að síður er löngu byrjað að kjósa í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og er þá kjörseðillinn autt blað. Þess munu vart dæmi um víða veröld að unnt sé að kjósa þannig út í bláinn, enda hefur lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) margsinnis gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þetta er aðeins eitt dæma um hvað kosningalög okkar eru um margt forneskjuleg, bæði lögin um kosningar til Alþingis svo og þau um kjör … lesa áfram »

Jan 11 18

Veiðigjald er ekki skattur heldur afnotagjald

Höfundur: Þorkell Helgason

 

[Birtist á Fréttablaðinu og á visir.is 11. janúar 2018; sjá http://www.visir.is/g/2018180119868/veidigjald-er-ekki-skattur-heldur-afnotagjald-]

Skattar eru lagðir á „eftir efnum og ástæðum“ eins sagt var í gömlum lögum um álagningu útsvars. [i] Þeir sem betur eru settir greiða hlutfallslega meira en hinir. Þetta er gert af félagslegum ástæðum, til tekjujöfnunar. En þetta á aðeins við um skatta á tekjur einstaklinga. Fyrirtæki greiða aftur á móti öll sama hlutfall af hreinum tekjum sínum, óháð efnahag að öðru leyti. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt að vera þar með einhverjar tekjujöfnunarkúnstir.

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir: „Við endurskoðun laga um veiðigjöld þarf að hafa … lesa áfram »

Oct 12 17

Fullt gjald fyrir afnot fiskimiðanna

Höfundur: Þorkell Helgason
[Birtist í Fréttablaðinu og visir.is 12. október 2017]
Forseti Íslands tók í júlí 2015 við undirskriftum 53.571 kosningabærs Íslendings þar sem skorað var á hann að „…vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnar­skrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“.

Frá því að þessi áskorun var afhent hefur Alþingi hvorki sett ákvæði um þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrá (sem 80% kjósenda kröfðust í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. 2012) né tryggt með öðru

lesa áfram »
Sep 26 17

Aukum rétt kjósenda strax

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 26. september 2017]

Traust á stjórnmálunum hefur verið lítið og er nú í lágmarki. Fólki finnst það vera haft að fífli, haldið utan við upplýsingar og ákvörðunartöku. Allur þorri kjósenda vill til dæmis að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nær fimm árum játtu þessu fjórir af hverjum fimm þeirra sem afstöðu tóku. Svipað var uppi á teningnum þegar spurt var hvort menn vildu aukið persónukjör, jafnt vægi atkvæða eða möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál. Um allt þetta þegir gildandi stjórnarskrá eða er alls ófullnægjandi. Ekki bætir úr skák að stjórnarskráin er … lesa áfram »

Oct 21 16

Kvótakerfið: Kjósendur eiga valið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill eftir Þorkel Helgason og Bolla Héðinsson birtist í Fréttablaðinu 20. október 2016 og samdægurs á visir.is; sjá http://www.visir.is/kvotakerfid–kjosendur-eiga-valid/article/2016161029996]

Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð.

Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað … lesa áfram »

Oct 5 16

Fyrningar- og uppboðsleið: Málamiðlun í kvótamálum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill okkar Bolla Héðinssonar birtirst í Fréttablaðinu 28. september 2016.]

Tilhögun á veiðigjaldi því sem útgerðinni ber að greiða til samfélagsins fyrir afnot af fiskistofnunum, sameign þjóðarinnar,  er eitt þeirra meginmála sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Stjórnkerfið sjálft, aflamarkskerfið, hefur reynst vel til að ná þeim markmiðum að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna og ná fram rekstrarlegri hagkvæmni. Samt er enn deilt. Ástæðan er sú að það eru a.m.k. tvö önnur meginmarkmið sem ekki hafa verið virt: Að allir hafi sem jöfnust tækifæri til þátttöku í fiskveiðunum og – umfram allt – að auðlindaarðurinn af nýtingu fiskimiðanna, þjóðareignarinnar, … lesa áfram »

Jun 18 16

Valfrelsi kjósenda

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi grein birtist á vefmiðlinum visir.is  2. júní 2016.]

Segjum að þrír bjóði sig fram til forsetakjörs. Nefnum þá A, B og C. Kjósandi nokkur er hrifnastur af C, en tekur þó mark á skoðanakönnunum sem segja að slagurinn standi á milli A og B. Hvað á hann að gera? Velja C og kasta atkvæði sínu hugsanlega á glæ? Eða velja annan hinna tveggja, þótt þeir séu honum ekki efstir í huga?

Ef farið hefði verið að tillögum Stjórnlagaráðs um fyrirkomulag forsetakjörs væri valið auðvelt fyrir vesalings kjósandann. Hann merkti við sinn mann, C, sem aðalval og við B til … lesa áfram »

May 12 16

Bessastaðir og borgarstjóri Lundúna

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. maí 2016 svo og á visir.is undir heitinu “Bessastaðir og Mansion House”; sjá http://www.visir.is/bessastadir-og-mansion-house/article/2016160519728. Hér er hún birt lítillega breytt, einkum í ljósi þess að mér var bent á að borgarstjórinn umræddi byggi ekki í Mansion House! ]

Hvað er sameiginlegt með þessu tvennu? Það eitt að kosið er almennum kosningum til ábúðar á Bessastöðum og til forsætis Lundúnaborgar. En það er þó gjörólíkt hvernig menn komast til valda á þessum tveimur stöðum. Framundan er að velja næsta bónda á Bessastöðum. Það verður gert með svokallaðri meirihlutakosningu. Sá vinnur sem flest fær atkvæðin, óháð … lesa áfram »

Apr 6 16

Er ein kráka í hendi betri en tvær í skógi?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pitill þessi birtist í Fréttablaðinu 6. apríl 2016]

Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is;http://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845.)

Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.

Staðan nú

Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, … lesa áfram »