Skip to content

Færslur í flokknum ‘Stjórnarskrármál’

Mar 28 12

Um spurningar í ráðgerðri þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

Þegar þetta er skrifað um miðjan dag 28. mars 2012 er að hefjast í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasti fundur um ráðgerða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þar sem mér finnst að margt þurfi laga í fyrirliggjandi spurningum gat ég ekki orða bundist og sendi þingnefndinni eftirfarandi:

Til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Ég hef legið talsvert yfir texta þingsályktunartillögu á málsnr. 636 og hlustað á hluta af 1. umræðu um málið. Því leyfi ég mér að leggja orð í belg og gauka að nefndinni orðalagi spurninga sem mér persónulegra finnst skýrara og rökréttara en það sem fram kemur í fyrirliggjandi tillögu.

Ég … lesa áfram »

Dec 30 11

Ný stjórnarskrá: Samfélagssáttmáli í boði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 30. desember 2011]

Allt frá því að stjórnlagaráð skilaði Alþingi frumvarpi sínu að nýrri stjórnarskrá hinn 29. júlí s.l. hef ég með nær vikulegum pistlum í Fréttatímanum leitast við að skýra út og rökstyðja tillögurnar. Pistlana má alla finna á vefsíðu minni: www.thorkellhelgason.is. Nú er mál að linni, a.m.k. að sinni.

Árið framundan skiptir sköpum um framvindu stjórnarskrármálsins. Þingið, en ekki síst þjóðin, verður að koma því í höfn að við eignumst nýjan samfélagssáttmála.

Hvað er í boði?

Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja íslenska stjórnarskrá er afrakstur mikillar vinnu ráðsfulltrúa og sérfræðinga stjórnlagaráðs þar sem byggt er … lesa áfram »

Oct 15 11

Hvað nú?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 14. október 2011]

Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá var til ítarlegrar umræðu á Alþingi í vikunni. Hér er ekki tóm til að taka á einstökum athugasemdum þingmanna um efnið, heldur verður vikið að því hvernig framhaldið ætti að vera.

Vanagangurinn

Upphaflega átti stjórnlagaþing að starfa í þremur hrinum með umþóttunarhléum á milli. Því miður náði sú leið ekki fram að ganga. Verði ekki að gert mun framhaldið því verða með eftirfarandi formlegum hætti:

Formlega leiðin: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallar um frumvarp stjórnlagaráðs og gerir á því breytingar. Nefndin leggur síðan fram frumvarp til samþykktar á … lesa áfram »