Skip to content

Færslur í flokknum ‘Þjóðaratkvæðagreiðsla 2012’

Sep 6 12

Vilt þú að náttúruauðlindir verði þjóðareign?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 5. september 2012.]

Hinn 20. október n.k. verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Auk almennrar spurningar um grundvöllinn verður spurt um afstöðu til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Önnur spurningin, sem lýtur að einu þessara atriða, felst í fyrirsögn þessa pistils en er í heild sinni þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?”

Ekki virðist mikill ágreiningur meðal þjóðarinnar eða stjórnmálaflokkanna um svarið. Flestir virðast vilja stjórnarskrárvarið ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum og eru þá einkum fiskimiðin og orkulindirnar hafðar í huga. En ágreiningur … lesa áfram »

Sep 4 12

Eiga fjöll og firnindi að hafa kosningarétt?

Höfundur: Þorkell Helgason

Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið landlægt á Íslandi frá upphafi kosninga til Alþingis. Mynd I sýnir hvernig þetta misvægi hefur verið, mælt með tvennum hætti.

image

Misvægið er þannig mælt að fundið er hlutfallið milli tölu kjósenda að baki hverju þingsæti í því kjördæmi þar sem sú tala er hæst og þess þar sem hún er lægst. Ef atkvæðavægi er jafnt er þetta hlutfall nálægt einum. Þ.e.a.s það lægi á lárétta ásnum. Rauði ferillinn sýnir misvægið eins og það var í raun miðað við kjördæmaskipanina á hverjum tíma. Hæst fór þannig mælt misvægi í vorkosningunum 1959 upp í nær 20; … lesa áfram »

Sep 3 12

Hvernig kynni skipan Alþingis að breytast við jafnt vægi atkvæða?

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessari spurningu hefur verið kastað fram. Spurt er nánar hvað gerst hefði 2009 ef þá hefði verið jafnt vægi atkvæða. Það er alltaf varhugavert að nota úrslit úr liðnum kosningum til að spá um hvað gerst hefði ef kosningalög hefðu verið einhvern veginn öðru vísi. Kjósendur haga sér ávallt að nokkru með tilliti til þess fyrirkomulags sem gildir hverju sinni.

Engu að síður er hér sýndar töflur um skiptingu þingsæta ef sætum er skipt eins jafnt og unnt er milli kjördæma á grundvelli kosningaúrslitanna frá 2009.

Tafla I sýnir hvernig sætaskipanin hefði orðið 2009 ef sætum væri skipt á milli … lesa áfram »

Apr 30 12

Hvernig á að spyrja um stjórnarskrá?

Höfundur: Þorkell Helgason

Nú er sagt að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hyggist leggja til að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fari fram í lok september og um leið verði spurt sérstaklega um tiltekin álitamál. Eins og ég hef þegar sagt í tveimur blaðagreinum og nokkrum pistlum á þessari vefsíðu minni er ég efins um þessa leið til að fá fram vilja þjóðarinnar og fremur bent á atkvæðagreiðslu á e.k. þjóðfundi.

En verði af umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu er áríðandi að vandað sé til spurninganna. Þegar málið var síðast í umræðunni í marslok s.l. sendi ég þingnefndinni erindi sem hér fylgir sem pdf-skjal:  UmÞjóðaratkvæðiÞHGerð28mars. … lesa áfram »

Apr 25 12

Þjóðin sjái um lokahnykkinn

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi er ítarlegri gerð pistils sem ber heitið “Framhald stjórnarskrármálsins II”]

Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin.

Hér verður þráðurinn tekinn upp þar sem þessum þjóðfundi er lokið.

Úrvinnsla

Að fenginni niðurstöðu þjóðfundarins, t.d. í október, yrði Alþingi, og einkum stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd þess, að bretta upp ermarnar og ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá byggðu á tillögum stjórnlagaráðs en að teknu tilliti niðurstaðna nýja þjóðfundarins. Tímin er naumur, ekki síst í ljósi þess að á síðustu mánuðum … lesa áfram »

Apr 24 12

Framhald stjórnarskrármálsins II

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 17. apríl 2012.]

Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin.

Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin.

Hér verður þráðurinn tekinn upp þar sem þessum þjóðfundi er lokið.

Úrvinnsla

Að fengnu áliti þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti, verður Alþingi, og einkum stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd þess, að bretta upp ermarnar og ganga frá frumvarpi að … lesa áfram »

Apr 16 12

Framhald stjórnarskrármálsins I

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 16. apríl 2012.]

Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli.

Þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum?
Hæpið er að stefna lengur á forsetakosningu sem tækifæri til að spyrja þjóðina um annað mál, stjórnarskrána.
Lögbundin … lesa áfram »

Apr 10 12

Vindum upp seglin!

Höfundur: Þorkell Helgason

Endurskoðun stjórnarskrárinnar er í biðstöðu á Alþingi þegar þetta er ritað á páskum 2012, en forsagan er rakin í fyrri pistli. Eins og staðan er nú virðist ekki líklegt að þjóðin verði spurð álits á frumvarpi stjórnlagaráðs eða um álitamál í því sambandi við komandi forsetakosningu.

Nauðsynlegt er að nú horfi þeir, sem þyrstir í vandaða endurskoðun á stjórnarskránni, á framgang málsins allt til enda. Hafa verður í huga að stjórnarskrá er í senn sáttmáli þjóðar við sjálfa sig og erindisbréf hennar til stjórnvalda, þar með til Alþingis, um réttar lýðræðislegar leikreglur. Stjórnarskrá verður því að vera sprottin upp frá … lesa áfram »

Apr 10 12

Stjórnarskrármálið í ölduróti

Höfundur: Þorkell Helgason

Þegar þetta er skrifað í dymbilviku 2012 hefur stjórnarskrármálið rekið á sker. Þingsályktunartillaga meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningu 30. júní n.k. náði ekki fram að ganga í tæka tíð í samræmi við lög um þjóðaratkvæðagreiðslur. Sumir kenna um málþófi, aðrir því að málið hafi komið fram á síðustu stundu og verið vanreifað.

Þegar fley hefur rekið á sker – ekki síst vegna lágrar sjávarstöðu – á ekki að leggja upp laupana heldur bíða næsta flóðs, sem kemur eftir páska, og vinda svo seglin upp á ný. Um það verður fjallað í nokkrum pistlum, en áður … lesa áfram »

Mar 29 12

Nýjar spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslu

Höfundur: Þorkell Helgason

Að kvöldi 28. mars 2012 gekk meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá nýju uppleggi spurninga sem leggja eigi fyrir þjóðina samhliða forsetakosningum í sumar.  Í fljótu bragði virðast spurningarnar nú mun skýrari en þær upprunanlegu, einkum þó aðalspurningin um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs.

Seinni umræða um málið hefst kl. 10:30 nú 29. mars. Þingið verður að afgreiða málið í dag eigi það að verða a af þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Texti nefndarmeirihlutans er nú svona:

    “Alþingi ályktar að tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. … lesa áfram »