Skip to content

Færslur í flokknum ‘Fiskveiðistjórnun’

Jun 14 12

Vega tillögur stjórnlagaráðs að hagkvæmni í útgerð?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 14. júní 2012]

Að mati flestra hefur ekki fundist betra fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun en aflamarkskerfi þar sem aflaheimild hvers skips er á hreinu en ríkið skiptir sér að öðru leyti sem minnst af veiðunum svo sem því hvort heimildirnar skipti um hendur eða ekki. Frjálst framsal aflaheimilda er lykilatriði í því að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum. En einn hængur er á þessu fyrirkomulagi sem hefði átt að taka á strax í upphafi. Það er hin upphaflega útdeiling á kvótunum og að auðlindarentan skuli ekki nema að óverulegu leyti skila sér til eigenda auðlindarinnar, sem að … lesa áfram »

Sep 9 11

Ný stjórnarskrá: Kvótinn og kommúnistaávarpið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  9. september 2011]

Fram er haldið frásögn af tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Nú verða auðlindamálin tekin stuttlega til umfjöllunar, með nokkuð frjálslegum hætti.

Nýting takmarkaðra gæða

Í 33. grein í tillögum stjórnlagaráðs er fjallað um vernd á náttúru landsins, fögrum orðum eins og vera ber. Helsta nýmælið í þeim málaflokki er þó að finna í næstu grein, þeirri 34. Þar segir m.a.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Síðan er tilgreint að „stjórnvöld get[i] á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar … lesa áfram »

Nov 2 10

Stærðfræði og stjórnmál

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þremur greinum í tímaritinu Vísbendingu sumarið 2010 er fjallað um það hvað einföld stærðfræði kemur víða við sögu í lögum og reglugerðum. Sýnd eru þrjú ólík dæmi þess efnis að þar mætti á stundum beita örlítið viðameiri aðferðum. Dæmin eru um skattkerfi, kosningafyrirkomulag og kvótamál. Vísbendingargreinar lesa áfram »

Aug 21 10

Tilboðsleið: Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar

Höfundur: Þorkell Helgason

Að ósk formanns Starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðistjórnun, Guðbjarts Hannessonar alþm., reifum við í greinargerð þessari leið um breytt fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem grundvallast á hugmynd um innköllun aflahlutdeilda og endurúthlutun þeirra að stærstum hluta en endurráðstöfun þess sem inn er kallað á opinberum tilboðsmarkaði.

Okkur er ekki ætlað það pólitíska hlutverk að velja leið og munum því að mjög litlu leyti bera þessa grunnleið saman við hugsanlegar aðrar leiðir. Á hinn bóginn reifum við möguleg afbrigði af grunnleiðinni m.a. með vísan til kosta hennar og galla.

Ekki eru gerðar tillögur um lagabreytingar á þessu stigi enda þarf fyrst … lesa áfram »