Skip to content

Færslur í flokknum ‘Kosning til Stjórnlagaþings’

Nov 25 10

Áríðandi! Utankjörfundaratkvæðagreiðslu líkur á hádegi á föstudag 26. nóvember

Höfundur: Þorkell Helgason

Ekki gleyma að kjósa. Þeir sem missa af lestinni verða þá að reyna að mæta á kjörstað á laugardag. Góð kjörsókn er grunnforsenda þess að stjórnlagaþingið verði farsælt þjóðinni. Kjósum öll. Samkvæmt tölum er staða utankjörstaðaatkvæðagreiðslu svipuð og við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Er þjóðin að taka við sér? Góðar fréttir fyrir stjórnlagaþingið? Vonandi.… lesa áfram »

Nov 25 10

Kosningaraðferðin hyglir ekki nýnasistum – Reginfirra leiðrétt

Höfundur: Þorkell Helgason

Einar Júlíusson ritar 24. nóv. s.l. grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Er nokkur nýnasisti í framboði? Þessi grein byggir því miður á reginmisskilningi á þeirri kosningaraðferð sem beitt er við kosninguna til stjórnlagaþings. Aðferðin hefur verið nefnd forgangsröðunaraðferð en er oftast auðkennd með skammstöfuninni STV erlendis.

Einar gengur út frá því að 100.000 kjósendur greiði atkvæði og velji á milli 500 frambjóðenda. Einn þeirra vill hann kalla nýsnasista og sá hljóti 4.000 atkvæði að 1. vali hjá fylgismönnum sínum. Atkvæði hinna 96.000 kjósenda skiptist handahófskennt á milli frambjóðendanna 499 og raðist einhvern vegin á seðla þeirra. Hver þessara 499 fái … lesa áfram »

Nov 25 10

Þeir síðustu í talningunni munu ekki verða fyrstir – Misskilningur leiðréttur

Höfundur: Þorkell Helgason

Hinn 24. nóv. s.l. birtist grein eftir Sigurð F. Sigurðsson í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Furðuleg nýting atkvæða. Í fyrrihluta greinarinnar vísar höfundur til kynningarblaðs sem dóms- og mannréttindaráðuneytið hefur sent á öll heimili þar sem meðal annars er leitast við að skýra hvernig atkvæði eru talin í komandi kosningu til stjórnlagaþings. Lýsingin, sem er væntanlega sú á öftustu opnu blaðsins, er því miður ekki nægilega skýr enda misskilur greinarhöfundur aðferðina og leggur því rangt út af henni. Málið fjallar um það hvernig atkvæði færast frá þeim sem náð hefur kjöri til þeirra sem tilgreindir eru að næsta vali hjá viðkomandi … lesa áfram »

Oct 30 10

Auðkennistalan er 2853

Höfundur: Þorkell Helgason

Í kosningum til stjórnlagaþings fær hver frambjóðandi auðkennistölu og er tala Þorkels Helgasonar 2853. Kjósendur geta raða allt að 25 nöfnum eftir auðkennistölum á kjörseðilinn og er mikilvægt að nýta valrétt sinn vel. Mikilvægast er að sjálfsögðu að setja töluna 2853 á listann og ekki væri verra ef hún lenti ofarlega!


lesa áfram »

Oct 20 10

Kosningin til stjórnlagaþings í hnotskurn

Höfundur: Þorkell Helgason

Fjöldi fulltrúa: Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Meira en 500 frambjóðendur eru í boði. Kosnir verða a.m.k. 25 fulltrúar sem kann að fjölga í 31 til  að jafna kynjahlutföllin.
Auðkennistala: Hverjum frambjóðanda verður úthlutað sérstakri fjögurra stafa auðkennistölu. Kjósendur skulu færa þessar auðkennistölur á sjálfan kjörseðilinn sem hefur rúm fyrir 25 slíkar tölur.
Prufukjörseðill: Upplýsingum um frambjóðendur og auðkennistölur þeirra verður dreift í hús ásamt prufukjörseðli.
Forgangsröðun: Kjósandinn velur sér allt að 25 frambjóðendur og raðar þeim í forgangsröð á kjörseðlinum. Efst setur hann auðkennistölu þess sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, síðan auðkennistölu þess sem … lesa áfram »

Oct 20 10

Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 30. september 2010]

Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar.
Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 … lesa áfram »

Oct 19 10

Er kosning til stjórnlagaþings í hættu?

Höfundur: Þorkell Helgason

Um fimm hundruð manns hafa boðið sig fram til kosninga til stjórnlagaþings. Fram hafa komið áhyggjur af því að kosningin geti farið úrskeiðis sakir þessa mikla fjölda frambjóðenda. Þessi ótti er ástæðulaus. Undirbúningur kosninganna miðaðist við að tala frambjóðenda gæti orðið há, jafnvel þúsundir. Af þeim sökum varð skráin yfir frambjóðendurna að vera aðskilin frá sjálfum kjörseðlinum. Frambjóðendalistinn verður vissulega stór en kjörseðillinn er óháður fjölda frambjóðenda. Hann mun því ekki vefjast fyrir mönnum.

Jafnframt var valin kosningar- og talningaraðferð sem hentar betur en aðrar þegar frambjóðendur eru þetta margir. Horfið var frá því að láta kjósendur hafa aðeins kross … lesa áfram »

Oct 17 10

Kjósum til stjórnlagaþings!

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnlagaþing verður haldið snemma á næsta ári. Það kemur saman í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (Páls-nefndarinnar) og skýrslu þingmannanefndar (Atla-nefndarinnar) og umfangsmikilla tillagna hennar um umbætur í stjórnkerfinu. Að auki verður búið að halda þjóðfund til undirbúnings þinginu. Stjórnlagaþingið mun því reka smiðshöggið á þetta umbóta- og uppgjörsferli með því að gera tillögur um endurbætur á sjálfri stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En stjórnlagaþingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar.

Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram … lesa áfram »