Skip to content

Færslur í flokknum ‘Stjórnarskrármál’

Mar 6 16

Athugasemdir við tillögur stjórnarskrárnefndar

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnarskrárnefnd hefur kynnt tillögur sínar um breytingar á þremur meginþáttum í gildandi stjórnarskrá. Ég tel að endurskoða eigi stjórnarskrána í heild sinni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs eins og 2/3 hluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 vildi. Engu að síður hef ég sent nefndinni erindi með umsögn, athugasemdum og betrumbótum á þessum tillögum.

Erindi mitt má kalla fram með því að styðja hér á heiti þess: Athugasemdir Þorkels Helgasonar við frumvarpsdrög stjórnarskrárnefndar

Meginatriði í athugasemdum mínum við frumvarpsdrög stjórnlaganefndar eru þessi:

Um þjóðaratkvæðagreiðslur

  • Ekki er gerður ágreiningur um að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu verði að koma frá a.m.k. 15% kosningabærra manna.
  • Sá fjögurra
lesa áfram »
Feb 20 16

Tillögur stjórnarskrárnefndar birtar 19. febrúar 2016 í samanburði við tillögur stjórnlagaráðs (endurskoðað)

Höfundur: Þorkell Helgason

[Samanburðarskjalið sem hér er vísað til hefur verið snyrt og einfaldað nokkuð 21. feb. 2016, eftir ábendingar frá glöggum lesendum. Vinsamlega látið vita ef þið rekist á eitthvað sem betur má fara.]

Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var 2013 hefur nú birt drög að þrennum breytingum á stjórnarskránni.
Hér er samanburður gerður á þessum tillögum og samsvarandi ákvæðum í tillögum stjórnlagaráðs, bæði þeim upphaflegu svo og eins og þær lágu fyrir eftir breytingar þær sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerði á þeim í meðförum þingsins á s.l. kjörtímabili. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til þriðjudagsins 8. mars 2016. Athugasemdir … lesa áfram »

Feb 8 16

Samanburður á tillögum stjórnarskrárnefndar (eins og þær lágu fyrir 20. jan. 2016) og stjórnlagaráðs, ásamt athugasemdum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Endurskoðað 9. febrúar 2016.]

Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var 2013 starfar mjög leynt. Þó hefur lekið út hvað hún er að bauka. Vísa ég þar til skjals sem Píratar hafa birt.
Hér er samanburður gerður á þessum tillögum og samsvarandi ákvæðum í tillögum stjórnlagaráðs, bæði þeim upphaflegu svo og eins og þær lágu fyrir eftir breytingar þær sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerði á þeim í meðförum þingsins á s.l. kjörtímabili.

Auk samanburðarins geri ég í fyrsta dálki skjalsins athugasemdir og spyr spurninga um þessar tillögur stjórnarskrárnefndarinnar.

Fólk er hvatt til að kynna sér málið! Látið mig líka vita ef þið … lesa áfram »

Sep 12 15

Öllum til hagsbóta að ná sáttum við þjóðina um kvótakerfið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill birtist í tímaritinu Sjávarafli, ágústhefti 2015, bls. 4. Texti greinar minnar fylgir hér á eftir. Þar á eftir birtist forsíða tímaritsins og fæst þá aðgangur að heftinu um leið.]

Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og fiskistofnum. Takmörkun á veiðinni getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar telja að aflakvótakerfi sé skilvirkasta aðferðin í því skyni.

Kvótunum var upphaflega úthlutað ókeypis en hafa síðan gengið kaupum og sölum. Það hefur þjóðin ekki getað sætt sig við – og gerir ekki enn, að mati greinarhöfundar. Því hefur útgerðin … lesa áfram »

Mar 17 15

Það þarf stjórnlagadómstól til að sporna við gerræði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 17. mars 2015.]

Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins.

Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi … lesa áfram »

Oct 3 14

Umsögn sexmenninga um 1. áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar hinnar nýju

Höfundur: Þorkell Helgason

[Við, sex félagar úr stjórnlagaráðinu sáluga, Ari Teitsson, Illugi Jökulsson, Katrín Fjeldsted, Guðmundur Gunnarsson, Þorkell Helgason og Vilhjálmur Þorsteinsson sendum hinn 30. sept. 2014 stjórnarskránefndinni nýjustu umsögn um fyrstu áfangaskýrslu hennar. Hér á eftir sést inngangsbréf okkar til nefndarinnar en umsögnin í heild er í skjalinu Umsögn sexmenninga um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar]

Við undirrituð, sem öll sátum í stjórnlagaráði, viljum með erindi þessu bregðast við ósk stjórnarskrárnefndar um athugasemdir við 1. áfangaskýrslu nefndarinnar og svara að nokkru spurningum þeim og álitamálum sem nefndin setur fram í undirköflum skýrslunnar merktum x.6.

Við fögnum því að viðfangsefnið — endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins … lesa áfram »

Jul 2 14

Stóryrtar yfirlýsingar um stjórnlagaráð

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2014]

Í ritstjórnargrein Fréttablaðsins 26. júní s.l. er fjallað um áfangaskýrslu hinnar nýju stjórnarskrárnefndar sem birt var á dögunum. Undirritaður sat í stjórnlagaráði og telur sér því málið skylt.
Eins og ritstjórinn fagna ég sérhverju skrefi í stjórnarskrármálinu; líka reifun málsins í áfangaskýrslu hinnar nýju stjórnarskrárnefndar, þótt beinar tillögur séu þar næsta fáar. Stjórnarskrármálið er þó aftur komið í umræðuna. Á hinn bóginn finnst mér ritstjórinn tala ómaklega um störf stjórnlagaráðs. Það hafi „skellt… fram illa ígrunduðum tillögum“ segir hann. Ráðið fékk afmarkaðan tíma til sinna starfa, rúma þrjá mánuði. Tíminn hafði verið verulega skorinn … lesa áfram »

Mar 27 13

Hvernig á ekki að breyta stjórnarskrá

Höfundur: Þorkell Helgason

Viðbót síðdegis 27. mars 2013:

Nú er “samkomulagið” komið fram; sjá http://www.althingi.is/altext/141/s/1367.html.

Eins og ég sagði í lok pistils míns hér neðar vonaði ég að þetta væri ekki alveg eins svart og sagt var í netmiðlum. Hin framlagða gerð er eilítið skárri. Í fyrsta lagi er þetta bráðbirgðaákvæði, í öðru lagi þarf ekki samþykki tveggja þinga og enn fremur virðist mega breyta stjskr. áfram upp á gamla mátann líka. En eitt er verra í hinni framlögðu tillögu: Það þarf 2/3 meirihluta á Alþingi, ekki bara 60% eins sögusagnir hermdu. Ég stend því við það að stjórnarskrárbreytingar verða með þessu lagi … lesa áfram »

Mar 17 13

Sorgarsaga stjórnarskrármálsins

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnarskrármálið fór glæsilega af stað á vorþinginu 2009 með frumvarpi um bindandi stjórnlagaþing og flutt var fyrir hönd þeirra þriggja flokka sem studdu þáverandi ríkisstjórn. Síðan tók við hrakfallaferli sem hófst strax þá um vorið með málþófi sem drap þetta frumvarp. Sögu stjórnarskrármálsins verður að skrá í smáatriðum því hún verður að vera þjóðinni lærdómsrík.

Grundvöllur þjóðfélagsins hefur verið mér hugleikinn allt frá unglingsárum. Því bauð ég mig fram til stjórnlagaþings haustið 2010, náði góðu kjöri og tók sæti í stjórnlagaráði. Þar reyndi ég, eins og við öllum sem þar sátum, að vinna vel og af heilindum. Ég hef helgað … lesa áfram »

Oct 22 12

Úrslitin einhlít

Höfundur: Þorkell Helgason

[Skrár sem vísað er í voru leiðréttar 23. okt. 2012 kl 20, en já og nei hafði víxlast í svörum við 3. spurningu, um þjóðkirkjuna í könnun MMR. Skrifast á reikning ÞH.]

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir og hef ég dregið tölurnar saman á meðf. Excel-skjali, enda þótt ekki séu alveg öll kurl komin til grafar; sjá gullitaðar athugasemdir.

Úrslit þjóðaratkv.greiðslu 20 10 2012

(Smellið á bláu skrána hér í næstu línu fyrir ofan. Hún kann að birtst sem Excel-auðkenni neðst í vefsíðuglugganum. Þá þarf að smella á hana aftur þar.)

Þjóðaratkvæðagreiðslan sýnir ótrúlega mikla samstöðu þjóðarinnar ekki … lesa áfram »