Skip to content

Færslur í flokknum ‘Stjórnarskrármál’

Oct 12 12

Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 11. október 2012.]

Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október n.k. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Spurningin er í heild þannig: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“

Spurningin er nokkuð opin, væntanlega vísvitandi. Fyrir liggur að þingnefnd sú sem fjallar um málið er að láta hóp lögfræðinga yfirfara tillögur stjórnlagaráðs. Ekki til að breyta þeim efnislega, heldur … lesa áfram »

Sep 24 12

Samanburður á stjórnarskrárgerðum

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessi pistill birtist upphaflega á veffangi mínu 9. nóvember 2011. Nú hefur sú meginskrá sem vitnað er til verið lagfærð lítillega og gerð aðgengilegri. Hér er um eftirfarandi pdf-skrá að ræða:

Samanburður stjskrhugmynda 23 sept 2012

Hinn 20. október fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp stjórnlagaráðs að endurskoðari stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Svonefnd stjórnlaganefnd starfaði til undirbúnings starfinu í stjórnlagaráði og lagði fram tvö dæmi um hugsanleg gerð stjórnarskrárinnar. Að auki er núgildandi stjórnarskrá, lýðveldisstjórnarskráin. Þannig liggja fyrir fjórar útgáfur að stjórnskipunarlögum:

  • RFrumvarp stjórnlagaráðs.
  • S: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 1944 nr. 33 17. júní.
  • A: Hugmynd stjórnlaganefndar, dæmi
lesa áfram »
Jun 14 12

Vega tillögur stjórnlagaráðs að hagkvæmni í útgerð?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 14. júní 2012]

Að mati flestra hefur ekki fundist betra fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun en aflamarkskerfi þar sem aflaheimild hvers skips er á hreinu en ríkið skiptir sér að öðru leyti sem minnst af veiðunum svo sem því hvort heimildirnar skipti um hendur eða ekki. Frjálst framsal aflaheimilda er lykilatriði í því að ná sem mestri hagkvæmni í sjávarútveginum. En einn hængur er á þessu fyrirkomulagi sem hefði átt að taka á strax í upphafi. Það er hin upphaflega útdeiling á kvótunum og að auðlindarentan skuli ekki nema að óverulegu leyti skila sér til eigenda auðlindarinnar, sem að … lesa áfram »

Apr 30 12

Hvernig á að spyrja um stjórnarskrá?

Höfundur: Þorkell Helgason

Nú er sagt að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hyggist leggja til að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fari fram í lok september og um leið verði spurt sérstaklega um tiltekin álitamál. Eins og ég hef þegar sagt í tveimur blaðagreinum og nokkrum pistlum á þessari vefsíðu minni er ég efins um þessa leið til að fá fram vilja þjóðarinnar og fremur bent á atkvæðagreiðslu á e.k. þjóðfundi.

En verði af umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu er áríðandi að vandað sé til spurninganna. Þegar málið var síðast í umræðunni í marslok s.l. sendi ég þingnefndinni erindi sem hér fylgir sem pdf-skjal:  UmÞjóðaratkvæðiÞHGerð28mars. … lesa áfram »

Apr 25 12

Þjóðin sjái um lokahnykkinn

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi er ítarlegri gerð pistils sem ber heitið “Framhald stjórnarskrármálsins II”]

Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin.

Hér verður þráðurinn tekinn upp þar sem þessum þjóðfundi er lokið.

Úrvinnsla

Að fenginni niðurstöðu þjóðfundarins, t.d. í október, yrði Alþingi, og einkum stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd þess, að bretta upp ermarnar og ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá byggðu á tillögum stjórnlagaráðs en að teknu tilliti niðurstaðna nýja þjóðfundarins. Tímin er naumur, ekki síst í ljósi þess að á síðustu mánuðum … lesa áfram »

Apr 24 12

Framhald stjórnarskrármálsins II

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 17. apríl 2012.]

Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin.

Í fyrri pistli hef ég fjallað um hvernig þoka mætti stjórnarskrármálinu áfram með því að kalla saman þjóðfund til að tjá sig með afgerandi hætti um álitamálin.

Hér verður þráðurinn tekinn upp þar sem þessum þjóðfundi er lokið.

Úrvinnsla

Að fengnu áliti þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti, verður Alþingi, og einkum stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd þess, að bretta upp ermarnar og ganga frá frumvarpi að … lesa áfram »

Apr 16 12

Framhald stjórnarskrármálsins I

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 16. apríl 2012.]

Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli.

Þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum?
Hæpið er að stefna lengur á forsetakosningu sem tækifæri til að spyrja þjóðina um annað mál, stjórnarskrána.
Lögbundin … lesa áfram »

Apr 10 12

Vindum upp seglin!

Höfundur: Þorkell Helgason

Endurskoðun stjórnarskrárinnar er í biðstöðu á Alþingi þegar þetta er ritað á páskum 2012, en forsagan er rakin í fyrri pistli. Eins og staðan er nú virðist ekki líklegt að þjóðin verði spurð álits á frumvarpi stjórnlagaráðs eða um álitamál í því sambandi við komandi forsetakosningu.

Nauðsynlegt er að nú horfi þeir, sem þyrstir í vandaða endurskoðun á stjórnarskránni, á framgang málsins allt til enda. Hafa verður í huga að stjórnarskrá er í senn sáttmáli þjóðar við sjálfa sig og erindisbréf hennar til stjórnvalda, þar með til Alþingis, um réttar lýðræðislegar leikreglur. Stjórnarskrá verður því að vera sprottin upp frá … lesa áfram »

Apr 10 12

Stjórnarskrármálið í ölduróti

Höfundur: Þorkell Helgason

Þegar þetta er skrifað í dymbilviku 2012 hefur stjórnarskrármálið rekið á sker. Þingsályktunartillaga meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningu 30. júní n.k. náði ekki fram að ganga í tæka tíð í samræmi við lög um þjóðaratkvæðagreiðslur. Sumir kenna um málþófi, aðrir því að málið hafi komið fram á síðustu stundu og verið vanreifað.

Þegar fley hefur rekið á sker – ekki síst vegna lágrar sjávarstöðu – á ekki að leggja upp laupana heldur bíða næsta flóðs, sem kemur eftir páska, og vinda svo seglin upp á ný. Um það verður fjallað í nokkrum pistlum, en áður … lesa áfram »

Mar 29 12

Nýjar spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslu

Höfundur: Þorkell Helgason

Að kvöldi 28. mars 2012 gekk meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá nýju uppleggi spurninga sem leggja eigi fyrir þjóðina samhliða forsetakosningum í sumar.  Í fljótu bragði virðast spurningarnar nú mun skýrari en þær upprunanlegu, einkum þó aðalspurningin um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs.

Seinni umræða um málið hefst kl. 10:30 nú 29. mars. Þingið verður að afgreiða málið í dag eigi það að verða a af þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Texti nefndarmeirihlutans er nú svona:

    “Alþingi ályktar að tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. … lesa áfram »