Skip to content

Færslur í flokknum ‘Sumartónleikar’

Jul 1 14

Stórhátíð að hefjast í Skálholti

Höfundur: Þorkell Helgason

[Greinarstúfur þessi birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2014] 

Þorkell Helgason

Þorkell Helgason

Skálholt hefur um aldir verið partur af þjóðarsálinni. Svo er enn eins og sannast hefur á þeim mikla og maklega áhuga sem ópera Gunnars Þórðarsonar hefur vakið, en í henni er fjallað um ástir í meinum á sjálfu biskupssetrinu, ástir þeirra Ragnheiðar og Daða. Sagt hefur verið að Ragnheiður hafi leikið á klavíkord en fátt er þó vitað um tónlistariðkun í Skálholti á öldum áður. Hitt er víst að nú er hafin í fertugasta sinn ein elsta og umfangsmesta tónlistarhátíðin á landinu, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, og í þetta sinn er … lesa áfram »