Skip to content

Lífeyrisþegar geta lent í háum jaðarsköttum vegna ákvæða um fasteignagjöld

Höfundur: Þorkell Helgason, March 6th, 2015

Fréttablaðið segir frá því 4. mars 2015 að ég hafi gagnrýnt „útfærslu fasteignaafsláttar og jaðarskatta í Garðabæ og víðar“ eins og blaðið orðar það. Fréttin á rætur að rekja til bréfs sem ég skrifaði bæjarstjórn Garðabæjar 22. febrúar s.á. Tilefni bréfsins var að ég rak mig á ákvæði um afslátt af fasteignagjöldum þegar mér barst álagningarseðill v. þessara gjalda. Ekki svo að þessi ákvæði snerti mig heldur furðaði ég mig á jaðaráhrifum þessara afsláttar. Frásögnin í Fréttablaðinu er ekki runnin undan mínum rifjum en úr því að bréfið er  komið á flakk er rétt að birta það í heild hér: Fasteignaskattar Garðabæ lagað II

Raunar kemur í ljós að ákvæði um afslátt af fasteignagjöldum eru víða einkennileg og er fyrirkomulagið í Garðabæ með skárra móti. Í bréfinu segi ég m.a.: „Nú er ég handviss um að þessi … há[i] heildarjaðarskattur – á sér ekki rætur í einhverri skattpíningaráráttu ráðamanna, heldur held ég að þetta sé aðeins eitt dæmið um það hvernig vinstri höndin í okkar velferðarkerfi veit ekki hvað sú hægri gerir.“

Í framhaldsbréfi, sem ég sendi eftir frásögnina á Fréttablaðinu segi ég ennfremur:
„Bréfið var hugsað til innansveitarbrúks og etv. skrifað í full léttúðugum stíl – enda þótt innihaldið sé full alvara! Vil því að það fari ekki milli mála að ég er ekki að gagnrýna bæjarstjórnina, enda er ég viss um – eins og ég sagði raunar í bréfinu – að umræddir meinbugir á afsláttarkerfi fasteignagjalda eru ekki til orðnir af ásettu ráði. Kerfið má auðveldlega laga, og það með ýmsum hætti, og treysti ég bæjarstjórninni fullkomlega til þess.“

Comments are closed.