„Alles Senta!“
Þannig var yfirskriftin á gagnrýni í Westdeutsche Zeitung um frumsýningu nýrrar uppfærslu á Hollendingnum fljúgandi 21. jan. 2024 í borgarleikhúsinu í Krefeld í Þýskalandi. Og strax í upphafi segir:
„Senta er allt! – vildi maður hrópa í sæluvímu eftir frumsýninguna í Krefeld á [óperu] Wagners, „Hollendingnum fljúgandi“. Ekki síst vegna vel heppnaðar frumraunar hinnar íslensku dramatísku sópransöngkonu Agnesar Thorsteins í þessu hlutverki (en var áður messó) og gildir það jafnt um söng sem og leikræna tjáningu. Við bætist að sviðsetningin beindist öll að þessari persónu [Sentu].“
Síðar undir millifyrirsögninni „Sópransöngkonunni Agnes Thorsteins ákaft … lesa áfram »
Við, Kristján Jónasson og Lilja Steinunn Jónsddóttir og ég, höfum síðan í ársbyrjun 2022 kynnt okkur og kannað áhrif mikilvægra breytinga á löggjöf Þjóðverja um kosningar til Sambandsþingsins í Berlín. Þetta er endurskoðun sem búin er að standa yfir í áratug og lauk með nýrri lagasetningu vorið 2023. Við sendum tilheyrandi nefnd þýska þingsins í ágústlok 2022 skýrslu um athuganir okkar, sem hér má lesa:
Sagt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum frá tvennum þingkosningum í Grikklandi á þessu sumri. Þær fréttir hafa verið nokkuð villandi svo að mig langar að útskýra málið stuttlega:
Um nokkurt árabil kváðu grísku kosningalögin á um að sá flokkur eða flokkabandalag sem flest fær atkvæði skuli möglunarlaust fá 50 bónussæti, sem eru til viðbótar við 250 sæti sem deilt var út hlutfallslega (með 3% þröskuldi). Hugsunin var væntanlega sú að hvetja flokka til að slá sér saman fyrir kosningar til að ná í bónusinn. Jafnframt væri þá auðveldara að mynda meirihlutastjórn.
Þetta bónuskerfi var afnumið fyrir kosningar 2016 en aftur … lesa áfram »
[Eftirfarandi pitill birtist á vefsíðunni visir.is 7. júní 2022, sjá https://www.visir.is/g/20222272463d/meira-lyd-raedi-med-endur-botum-a-fyrir-komu-lagi-kosninga. ]
Í kjölfar nýafstaðinna kosninga til sveitarstjórna hefur farið af stað umræða um fyrirkomulag kosninga. Það er að góðu. Þau mál verða seint fullrædd enda að mörgu að hyggja sem efla megi lýðræðið. Um áramótin tóku ný kosningalög gildi. Þau eru til framfara en í þeim er slegið saman öllum lagaákvæðum um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna, kjör forseta Íslands og um þjóðaratkvæðagreiðslur. Í ljós hafa komið nokkrir tæknilegir ágallar á lögunum og hefur dómsmálaráðuneytið boðað úrbætur; sjá https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3207.
Að mati undirritaðs þarf þó að ganga enn lengra … lesa áfram »
[Birtist í Kjarnanum 3. ágúst 2021. ]
Fyrirkomulag kosninga til Alþingis hefur verið stokkað upp nokkuð reglulega á minna en tveggja áratuga fresti; á árunum 1933-34, 1942, 1959, 1983-1987 og 1999-2000.
Tilefnið hefur að jafnaði verið aðlögun að búsetubreytingum. Upptalningin hefst 1933 þegar gerð varð sú mikla kerfisbreyting að tekin voru upp jöfnunarsæti (þá kölluð uppbótarsæti) til þess að stuðla að jöfnuði á milli flokka, þ.e. hlutfallslegu samræmi milli landsfylgis flokkanna og þingmannatölu þeirra.
Fullyrða má að jöfnuður af þessi tagi hafi verið meginmarkmið löggjafans í öllum breytingum kosningaákvæða á umræddu tímabili. Fullum jöfnuði var þó ekki náð fyrr en … lesa áfram »
[Birtist í Kjarnanum 31. ágúst 2021.]
Ný könnun Gallups sýnir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem spurðir voru er hlynntur því „að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðunum“. Spurningunni svipar til ákvæðisins í stjórnarskrártillögum Stjórnlagaráðs um að greiða skuli „fullt gjald“ fyrir afnot af auðlindum í þjóðareigu.
Meginniðurstaðan úr könnuninni er sú að 77% þeirra sem svöruðu eru hlynntir því að krafist sé markaðsgjalds en einungis 7% eru því andvígir. Afgangurinn, 16%, tók ekki afstöðu. Sé þessum óákveðnu sleppt eru tæplega 92% hlynntir en rúm 8% andvígir. Og þetta er næsta óháð kyni, menntun og tekjum þeirra spurðu. Landsbyggðarfólk er … lesa áfram »
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um fyrningar- og uppboðsleið við ráðstöfun á veiðiheimildum. Sjá https://www.althingi.is/altext/151/s/0037.html.
Ég hef sent viðkomandi þingnefnd, atvinnumálanefnd, umsögn þar sem ég lýsi yfir stuðningi við markmið tillögunnar.… lesa áfram »
Er erfitt að breyta stjórnarskránni?
Í þættinum Silfrið í ríkissjónvarpinu sunnudaginn 8. nóvember sl. var viðtal við Cathrine Dupré um stjórnarskrármálið í tilefni af nýútkominni bók sem hún og Ágúst Þór heitinn Árnason ritstýrðu. Sjá https://www.ruv.is/utvarp/spila/silfrid/29054?ep=8l2ifu.
Eins og gengur þegar útlendingar fjalla um íslensk mál skolast ýmislegt til, þótt um margt sé þetta áhugavert viðtal.
Ég hnaut þó sérstaklega um það að spyrlan (Fanney Birna Jónsdóttir) spurði hvort erfitt væri að breyta stjórnarskránni sem nú gildir, þ.e. með ákvæðum þar um í 79. gr. hennar. Katrín franska sagði svo vera, en bætti því við að þjóðin kæmi verulega að breytingarferlinu, jafnvel í þrígang í hvert … lesa áfram »
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um fulla jöfnun atkvæðavægis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins bað mig um umsögn, sem ég gerði og lagði talsverða vinnu í með aðstoð Péturs Ólafs Aðalgeirssonar stærðfræðings. Umsögn mín er á faglegum nótum með ábendingum um hvað megi tæknilega betur fara í frumvarpstextanum. Jafnframt geng ég ögn lengra og reifa þann möguleika að skipta Suðvesturkjördæmi í tvennt til að jafna að nokkru stærð kjördæmanna.
Ég var kallaður á fjarfund nefndarinnar 16. nóv. 2020 til að reifa umsögnina og svara spurningum. Í kjölfar fundarins endurskoðaði ég umsögnina með hliðsjón af athugasemdum nefndarmanna. Þessa endurskoðuðu … lesa áfram »
Klúbbur formanna stjórnmálaflokka á Alþingi heldur áfram bútasaum á stjórnarskránni gömlu og lúnu. Nú hafa þeir birt á Samráðsgáttinni hugmyndir um breytingar stjórnarskrárákvæðum um forseta Íslands, ríkisstjórn, verkefni framkvæmdarvalds o.fl. Gefinn var afar stuttur tími til að senda inn umsagnir.
Ég hef þó sent inn allítarlega umsögn sem hér má rekja í heild sinni (eftir leiðréttingu á par ritvillum!): ÞorkellHelgasonUmsognForsetamal.
Einnig má finna þessa umsögn mína (þá nr. #1o8) og aðrar á Samráðgáttinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2713#advices
Ég spyr þar hvort það samræmist yfirlýstu markmiði um „gagnsæi“ við þetta viðfangsefni að fela tveimur lögfræðingum, þótt mætir séu, að ganga frá þessum hugmyndum … lesa áfram »