Skip to content
Flokkar

Vaknaður af vetrardvala

Höfundur: Þorkell Helgason, January 27th, 2011

Ég vil biðja lesendur síðu minnar forláts á hafa látið síðuna að mestu liggja í dvala allt frá kjöri mínu til stjórnlagaþings. Fyrst tók ég mér hvíld í nokkurn dvala en síðan tók ég til óspilltra mála við að undirbúa mig undir þingið. Meðal skrifa sem ég vann að var greinargerð um sjálfa kosninguna, sem ég mun setja hér á vefinn innan tíðar. Sömuleiðis hef ég unnið að hugleiðingum um kosningar og kjördæmaskipun. Að lokum hefur verulegur tími farið í að vinna í góðum hópi þingfulltrúa að skipulagningu þingsins ráðgerða.

En nú ætla ég að ráða á þessu bragarbót og birta efni sæmilega reglulega.

Comments are closed.