Skip to content

Úrslitin einhlít

Höfundur: Þorkell Helgason, October 22nd, 2012

[Skrár sem vísað er í voru leiðréttar 23. okt. 2012 kl 20, en já og nei hafði víxlast í svörum við 3. spurningu, um þjóðkirkjuna í könnun MMR. Skrifast á reikning ÞH.]

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir og hef ég dregið tölurnar saman á meðf. Excel-skjali, enda þótt ekki séu alveg öll kurl komin til grafar; sjá gullitaðar athugasemdir.

Úrslit þjóðaratkv.greiðslu 20 10 2012

(Smellið á bláu skrána hér í næstu línu fyrir ofan. Hún kann að birtst sem Excel-auðkenni neðst í vefsíðuglugganum. Þá þarf að smella á hana aftur þar.)

Þjóðaratkvæðagreiðslan sýnir ótrúlega mikla samstöðu þjóðarinnar ekki síst ef úrslitin eru borin saman við þá einu skoðanakönnun sem gerð var á undan atkvæðagreiðslunni. Það gerði MMR s.l. vor og niðurstöðurnar voru nánast þær sömu og fengust á laugardaginn. Sjá könnunin: http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/249-tveir-trieju-styeja-tilloegur-stjornlagaraes

Þennan samanburð má sjá á flipanum “Súlurit” í Excel-skjalinu:

Súlurit

T.d. voru 66,9% þeirra sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sammála því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að breyttri stjórnarskrá en hjá MMR var hlutfallið 66,1%. Munurinn er langt innan skekkjumarka. Í öðrum spurningum voru jáyrðin í skoðanakönnuninni nokkru eindregnari en þau voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni (þó var ekki marktækur munur í kirkjuspurningunni). Ekkert verður hér fullyrt en þó bendir þetta vart til annars en að þeir sem heima sátu hafi verið hinum sem greiddu atkvæði næsta sammála.

 

Comments are closed.