Skip to content

Færslur í flokknum ‘Umhverfismál’

Mar 6 16

Athugasemdir við tillögur stjórnarskrárnefndar

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnarskrárnefnd hefur kynnt tillögur sínar um breytingar á þremur meginþáttum í gildandi stjórnarskrá. Ég tel að endurskoða eigi stjórnarskrána í heild sinni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs eins og 2/3 hluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 vildi. Engu að síður hef ég sent nefndinni erindi með umsögn, athugasemdum og betrumbótum á þessum tillögum.

Erindi mitt má kalla fram með því að styðja hér á heiti þess: Athugasemdir Þorkels Helgasonar við frumvarpsdrög stjórnarskrárnefndar

Meginatriði í athugasemdum mínum við frumvarpsdrög stjórnlaganefndar eru þessi:

Um þjóðaratkvæðagreiðslur

  • Ekki er gerður ágreiningur um að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu verði að koma frá a.m.k. 15% kosningabærra manna.
  • Sá fjögurra
lesa áfram »
Nov 22 10

Umhverfið og auðlindir í almannaeigu

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef nær alla starfsæfi mína komið að stefnumótun um nýtingu náttúruauðlinda. Í pistlinum  Játningar fyrrverandi orkumálastjóra geri ég grein fyrir aðkomu minni að orku- og umhverfismálum. En ég hef líka langa reynslu af fiskveiðistjórnunarmálum. Bæði var að ég sinnti ýmissi reiknilíkanagerð á því sviði á prófessorsárum mínum en var einnig í vinnuhópum og nefndnum sem mótuðu kvótakerfið á fyrstu árum þess. Síðastliðið sumar var ég fenginn til að útfæra svokallaða tilboðsleið við útdeilingu á kvótum fyrir stjórnskipaða nefnd um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Í báðum þessum málaflokkum hef ég reynt að beita mér fyrir því tvennu að auðlindirnar séu nýttar af varfærni … lesa áfram »

Nov 22 10

Játningar fyrrverandi orkumálastjóra!

Höfundur: Þorkell Helgason

Allmargir kjósendur hafa spurt um afstöðu mína í orku- og auðlindamálum, ekki síst í ljósi þess að ég var ráðuneytisstjóri í ráðuneyti orkumála og síðan orkumálastjóri alls í umfimmtán ár. Í þessum pistli fer ég stuttlega yfir sögu mína í þessum efnum en í öðrum pistli reifa ég sjónarmið mín til takmarkaðra náttúrugæða og umhverfismála, að svo miklu leyti sem það snertir endurgerð stjórnarskrár.
Áður en lengra er haldið vil ég benda á að í báðum umræddum störfum var ég embættismaður sem bar að þjóna mínum ráðherra til þeirra verka sem hann fýsti að hrinda í framkvæmd. Þetta er talin … lesa áfram »