Skip to content

Færslur í flokknum ‘Orkumál’

Nov 22 10

Játningar fyrrverandi orkumálastjóra!

Höfundur: Þorkell Helgason

Allmargir kjósendur hafa spurt um afstöðu mína í orku- og auðlindamálum, ekki síst í ljósi þess að ég var ráðuneytisstjóri í ráðuneyti orkumála og síðan orkumálastjóri alls í umfimmtán ár. Í þessum pistli fer ég stuttlega yfir sögu mína í þessum efnum en í öðrum pistli reifa ég sjónarmið mín til takmarkaðra náttúrugæða og umhverfismála, að svo miklu leyti sem það snertir endurgerð stjórnarskrár.
Áður en lengra er haldið vil ég benda á að í báðum umræddum störfum var ég embættismaður sem bar að þjóna mínum ráðherra til þeirra verka sem hann fýsti að hrinda í framkvæmd. Þetta er talin … lesa áfram »

Mar 30 08

Innlend orka í stað innflutts eldsneytis

Höfundur: Þorkell Helgason

Greinargerð um notkun innlendrar orku í stað innflutts eldsneytis

Höfundar Þorkell Helgason og Andrés Svanbjörnsson, iðnaðarráðuneyti, Ágústa Steinunn Loftsdóttir og Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun.

Úr inngangi þessarar skýrslu:

“Við Íslendingar þurfum að flytja inn nær alla þá orku sem við þurfum til að knýja hreyfanleg tól og tæki: bíla, vinnuvélar, skip, fiskibáta og flugvélar. Ekki síður verður að huga að hinni sívaxandi kröfu um að dregið sé úr útblæstri eða losun gróðurhúslofttegunda. Notkun á jarðefnaeldsneyti, einkum á bensíni og olíu, er einn aðalorsakavaldur í þeim efnum hérlendis. Hvað er til ráða? Í greinargerð þessari verður farið yfir helstu kosti í … lesa áfram »

Sep 9 07

Tengiltvinnbílar skulu þeir heita

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Sunnudaginn 9. september, 2007

UMRÆÐA um rafbíla er að aukast. Lengi vel var þá aðeins átt við bíla sem ganga alfarið fyrir rafmagni sem geymt er á rafhlöðum í bílunum. Þróun í gerð rafhlaðna í því skyni hefur þó ekki verið sem skyldi; rafhlöðurnar hafa ekki getað geymt nægilegt rafmagn til að akstursvegalengd á milli endurhleðslna væri viðunandi. En með gerð svokallaðra tvinnbíla hafa skapast ný viðhorf. Á útlensku kallast þeir “hýbrid-bílar”, en það eru bílar sem ganga í raun fyrir bensíni eða olíu, en nota jafnframt rafhreyfil og rafhlöðu til að auka nýtni eldsneytisins. … lesa áfram »

Mar 7 07

Stjórnkerfið og vistvænir bílar – Morgunblaðið úti að aka?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Miðvikudaginn 7. mars, 2007

Þorkell Helgason gerir athugasemdir við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins

Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 3. mars sl. eru athyglisverð skrif um nauðsyn þess að draga úr hvers konar mengun af völdum bílaumferðar, þar með talin losun bíla á gróðurhúsalofttegundum. Ritari Reykjavíkurbréfsins hvetur til aðgerða af hálfu hins opinbera og segir m.a.: “Í ljósi þess að ríkisvaldið getur með skattlagningu sinni ráðið miklu um útsöluverð bifreiða er nærtækt að spyrja af hverju sé ekki byrjað að undirbúa það í fjármálaráðuneytinu að breyta innflutningsgjöldum á bifreiðum til sama horfs og í Noregi.” Framar í bréfinu hafði bréfritari … lesa áfram »

Dec 10 05

Er dyggð að spara orku?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is – Laugardaginn 10. desember, 2005

Þorkell Helgason fjallar um orkunotkun og orkusparnað: “Mikilvægast er að draga úr eldsneytisnotkun.”

Oft er því haldið fram að óþarft sé að spara orku á Íslandi; hér sé slík ofgnótt að sparnaður skipti engum sköpum. Vissulega er Ísland orkuríkt land, en auðlindirnar eru ekki ótakmarkaðar og því felst ávinningur í því að fara vel með þær og sóa þeim ekki. Jafnvel þótt frumuppsprettan, hvort sem það er jarðhiti eða rafmagn, sé til í ríkum mæli kostar það mikla fjármuni að afla orkunnar og miðla henni. Og fyrir innflutta orku, þ.e. bensín … lesa áfram »

Mar 19 02

Raforkunotkun á uppleið

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Þriðjudaginn 19. mars, 2002

Mikla aukningu í raforkunotkun, segir Þorkell Helgason, má að stærstum hluta rekja til uppbyggingar stóriðju sl. fimm ár.

RAFORKUNOTKUN hér á landi hefur aukist mikið síðustu árin, aðallega vegna aukinna umsvifa orkufreks iðnaðar. Almenn notkun hefur einnig aukist nokkuð og nú er svo komið að við Íslendingar eigum orðið heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa, eða 28,2 MWh á ári.

Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem fram koma í samantekt Orkuspárnefndar, en það er samstarfsvettvangur Fasteignamats ríkisins, Hagstofunnar, Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjunar, Orkustofnunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitna ríkisins, Samorku og Þjóðhagsstofnunar. Starfsmaður nefndarinnar … lesa áfram »

Jun 15 01

Er til gnægð ónýttrar raforku?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, Skrifuð Föstudaginn 15. júní, 2001

Það er heillandi framtíðarsýn, segir Þorkell Helgason, að unnt verði að anna allri orkuþörf okkar með innlendum orkulindum.

UM fimmtungur af frumorkunotkun okkar fer til að knýja farartæki á landi og sjó og eru 3/4 hlutar innflutts eldsneytis til þessara þarfa. Á sama hátt má rekja nær 60% af koltvísýringslosun til orkunotkunar hreyfanlegra tækja.

Þar sem við Íslendingar erum jafn háðir eldsneyti og raun ber vitni er það okkur keppikefli að nýta innlenda orkugjafa til að leysa innflutt eldsneyti af hólmi. Hingað til hefur það ekki verið talið hagkvæmt. En forsendur … lesa áfram »