Um „fisk og evru“

[Viðbót 19. mars 2015: Lesendabréf mitt um fiskinn og evruna var birt skjótt og óstytt í Süddeutsche Zeitung í dag – við hliðina á mynd af páfanum! Sjá sá SZ Forum 19.03.15 og hér fyrir neðan, úrklippt. Fyrirsögnin er að vísu á þeirra ábyrgð en tekin upp úr mínum texta. ]]

Hið undarlega bréf utanríkisráðherra til kæra Edgars og kæra Hr. Hahn um þá stefnu ríkisstjórnarinnar um „að stöðva aðildarviðræðurnar [við Evrópusambandið] að fullu“ hefur verið til umræðu í erlendum fjölmiðlum og ekki síst í Þýskalandi þar sem ég held mig oft. Þannig var ítarleg ritstjórnargrein í aðalblaði Suður-Þýskalands, Süddeutsche Zeitung, um helgina 14.-15. mars 2015.

Fyrirsögn greinarinnar var sláandi,  Fisch und Euro (Fiskur í stað evru). Greinin er í aðalatriðum rétt og skilmerkileg, nema hvað mér þótti a.m.k. tvennt vanta. Því hef ég sent blaðinu lesendabréf undir yfirskriftinni Fisch und Euro (Fiskur og evra) þar sem ég fjalla um þetta tvennt:

  •  Í fyrsta lagi segi ég að ríkisstjórnin hafi sent bréfstúfin upp á eigin spýtur. Ekki hafi verið haft samráð við Alþingi eins og þó sé lögboðið (a.m.k. við utanríksmálanefnd) og því síður við þjóðina enda þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað fyrir síðustu kosningar að bera samningamálin undir þjóðina. Síðan rek ég að meirihluti þjóðarinnar virðist vera á móti ESB-aðild en þó vilji enn stærri meirihluti þjóðarinnar að aðlildarviðræðurnar verði leiddar til lykta áður en greitt verði þjóðaratkvæði um aðildarsamning. Trúlega sé meiri hluti Alþingis sama sinnis. Þess vegna hafi ríkisstjórnin verið með þennan einleik og laumuspil.
  • Í öðru lagi bendi ég á að sjávarútvegsmálin hafi ekki enn verið tekin til umræðu í aðildarviðræðunum. Á hinn telji a.m.k. þeir sem er hlynntir ESB-aðild líklegt að við myndum halda forræði yfir fiskistofnunum þegar á reyndi. Í þessu sambandi segi ég mikilvægt að vita að núverandi stjórnarflokkar vilji einkavæða fiskimiðin með langtíma- ef ekki viðvarandi framsali á kvótunum til þeirra sem hafa þá nú undir höndum – og hafi þeir sömu raunar styrkt þessa flokka kröftuglega í kosningabaráttu þeirra.

Stórblöð eins SZ birta ekki nema brot af þeim bréfum sem þeim berast, svo að ég veit ekki enn um afdrif  bréfs míns. Þó hefur blaðið birt þau tvö bréf önnur sem ég hefi sent þeim undanfarin ár.

Skjalið „Fisch und Euro“ inniheldur bréf mitt og mynd af greininni í SZ.

 

Af myrkraverkum í ESB-málum

Erlendir fjölmiðlar segja frá myrkraverki ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknarinnar gætir þá einatt misskilnings. Í SPIEGEL ONLINE er t.d. fullyrt er að afturköllunin sé á grundvelli lagaheimildar frá Alþingi. Ég fann mig knúinn til að leiðrétta þetta með innleggi þannig:

„[D]ie Regierung in Island … nahm ihren Antrag auf einen Beitritt zur Europäischen Union zurück“, steht in Ihrer Nachricht und weiter: „Die regierende Fortschrittspartei und ihre ebenfalls euroskeptischen Koalitionspartner der Unabhängigkeitspartei einigten sich am Freitag auf ein Gesetzesvorhaben, mit dem die 2010 eingereichte Kandidatur wieder zurückgezogen werden soll.“ Der wesentliche Punkt hier ist, dass es kein „Gesetzesvorhaben“ gibt. Die Regierung hat die Verhandlungen ohne Zustimmung des Parlaments  ausgesetzt, sogar ohne Konsultation mit dem Außenpolitischen Ausschuss des Parlaments, die ausdrücklich gesetzlich vorgeschrieben ist. Wie sie in einem früheren Bericht erwähnten, ist das Volk auch nicht befragt worden, wie die Regierungsparteien im letzten Wahlkampf versprochen haben. Vielmehr wurde die Öffentlichkeit vor vollendete Tatsachen gestellt. Der Grund für diese feige Nacht- und Nebelaktion der Regierung ist wohl die Angst, dass der Verhandlungsabbruch keine Mehrheit hat – weder beim Volk noch im Parlament.

Í netútgáfu Münchenarblaðsins Süddeutsche Zeitung er líka fjallað um málið  og sendi ég þeim þessa umsögn:

Die isländische Regierung hat die Verhandlungen mit EU ohne Zustimmung des Parlaments ausgesetzt, sogar ohne Konsultation mit dem Außenpolitischen Ausschuss des Parlaments, die ausdrücklich gesetzlich vorgeschrieben ist. Das Volk ist auch nicht befragt worden, wie die Regierungsparteien im letzten Wahlkampf versprochen haben. Vielmehr wurde die Öffentlichkeit jetzt vor vollendete Tatsachen gestellt. Der Grund für diese feige Nacht- und Nebelaktion der Regierung ist wohl die Angst, dass der Verhandlungsabbruch keine Mehrheit hat – weder beim Volk noch im Parlament.

Litháar gengu í ESB fyrir áratug, við erum enn í naflaskoðun

Í dag, 1. maí, eru liðinn áratugur frá inngöngu tíu Austur-Evrópuríkja í Evrópusambandið. Af því tilefni er leiðari í dagblaðinu VILNIUAUS DIENA, sem gefið er út í Vilnius, þar sem rifjaður er upp andróðrinum gegn inngöngu Litháen í ESB. Hér er úrdráttur (þýddur úr þýsku, ekki litháísku!):

“Evrópusambandið mun fyrirskipa Lítháum hvaða lögun gúrkum skulu hafa. Litháar munu ekki geta sett nein eigin lög, heldur mun Evrópuréttur einn gilda. Um hásumur munum við ekki geta dvalið við Eystrasaltsstrendur, af því að strendurnar verða einkavæddar og seldar útlendingum. Slíkar og þvílíkar voru þjóðsögurnar um ESB-aðild Litháens. Tíu árum síðar er hægt að hlæja yfir þessu eða líka gráta. Líháískt grænmeti er [nú] selt jafnrétthátt frönsku í verslunum víðsvegar um ESB-svæðið. Við ökum um á nýjum götum lögðum bundnu slitlagi sem kostaðar hafa verið úr ESB-sjóðum, sendum börn okkar í skóla sem hafa verið endurnýjaðir með Evrópustyrkjum og ferðumst þvert og endilangt um Evrópu. Vitaskuld eru vandamál. En við megum ekki gleyma hvernig lífi okkar væri háttað ef við hefðum haldið okkur utan landamerkja Sambandsins 1. maí 2004.”

Hljómar ekki margt kunnuglega í eyrum Íslendinga á árinu 2014? Okkar gafst kostur á því fyrir tæpum tuttugu árum að fylgja þremur Eftalöndum inn í ESB – og enn erum við í naflaskoðun.

Skipum okkur á bekk með siðuðum samfélögum

[Höfundur hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu o.fl., þingskjal 635 — 340. mál, lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.]

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu byggir að mestu leyti á efnahagslegum rökum; á því hvort við hefðum þann ábata af inngöngu sem þyki réttlæta aðild. Þetta er vissulega mikilvægt, en að mati undirritaðs ekki meginmálið. Það eru hin siðferðilegu og menningarlegu rök sem eru mun mikilvægari.

Við Íslendingar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í þjóðfélagi sem grundvallast á lýðræði, réttarríki og samfélagslegri ábyrgð. Þetta er engan veginn sjálfgefið enda ekki nema að takmörkuðu leyti okkur sjálfum að þakka; mun frekar því að höfum verið menningarlega fóstruð í þeim heimshluta þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Við höfum fyrst og fremst sótt okkur fyrirmyndir og forsjá til granna okkar á Norðurlöndum svo og í öðrum næstu Evrópuríkjum.

Evrópusambandið varð vissulega til utan um efnahagsumgjörð, en á bak við lá og liggur mun meira; þ.e. vilji þjóða bandalagsins að vernda og styrkja fyrrgreind samfélagsgildi í friði og með samvinnu. Evrópusambandið er þó engan veginn gallalaust frekar en önnur mannanna verk, en með virkri þátttöku aðildarríkjanna er sífellt verið leita leiða til að búa um betur.

Að mati undirritaðs er það hvorki kleift né æskilegt að við, þessi örsmáa þjóð, treysti á eigin mátt og megin. Miklu heldur getum við varið þau gildi sem við viljum vernda með því að tengjast böndum þeim sem eru sama sinnis. Þetta gerum við með þátttöku í samstarfi Evrópuríkja; með inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum heima með grönnum okkar í Evrópu, síður þeim í vestri en engan veginn með risaríkjum enn lengra í burtu þar sem grunngildi okkar samfélags eru fótum troðin.

Samþykkt og framkvæmd á þeirri þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir Alþingi um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu getur leitt til einangrunar þjóðarinnar um langan aldur. Málinu væri ekki aðeins skotið á frest til umþóttunar heldur verið að skella aftur hurðum. Komist þjóðin að því síðar að rétt væri að taka aftur upp þráðinn er viðbúið að þá yrði tregða til að hlíða nýju kalli frá okkur. Skrefið sem stigið yrði með þingsályktuninni kynni því að binda hendur heillar kynslóðar, jafnvel fleiri; kynslóða sem vildu ekki vera utan gátta í samstarfi evrópskra vinaþjóða.

Af þessum sökum leyfi ég mér, sem þegn þessa lands, að mælast til þess við þingmenn að þeir felli umrædda þingsályktunartillögu.

„Isländische Sagen“

[Eftirfarandi grein birtist sem lesendabréf eftir mig í einu af útbreiddasta dagblaði Þýskalands, Süddeutsche Zeitung, hinn 3. mars 2014.

Tilefnið var frétt blaðsins og e.k. leiðaragrein um áform ríkisstjórnar Íslands um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, ESB. Í umfjöllun blaðsins gat þess misskilnings að deilan á Íslandi nú snerist um það hvort halda skildi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina sjálfa að ESB eða ekki. Þetta þótti mér nauðsynlegt að leiðrétta; nú snerist deilan um það hvort hætta ætti viðræðum eða ekki og um leið hvort leita ætti álits þjóðarinnar á þeirri fyrirætlan. Ég bendi á kosningaloforð stjórnarflokkanna sem ekki var hægt að skilja á annan veg en þann að þeir hygðust spyrja þjóðina um nákvæmlega þetta.

Þá læt ég ekki hjá líða í greininni að drepa á þær rangfærslur sem hafðar eru uppi um ESB af andstæðingum sambandsins, þ.m.t. forseta Íslands. Hann sagði eða gaf a.m.k. sterklega í skyn í þingsetningarræðu í fyrra að ráðamenn í ESB vildu ekkert með okkur hafa, án þess þó að nefna nein nöfn. Þess vegna vitna ég í tvær ræður þýskra forseta sem hafa sagt Ísland velkomið í ESB í borðræðum yfir sjálfum forseta Íslands. Þá tek ég sem annað dæmi hin fáranlegu ummæli einnar ráðandi þingkonu um „hungursneyð“ innan ESB-ríkja.

Suðurþýska dagblaðið birtir bréf mitt aðeins nokkrum dögum eftir að ég sendi það inn, en blað sem þetta birtir að jafnaði ekki nema lítið brot af innsendum lesendabréfum. (Kannski hjálpaði að ég titlaði mig doktor, titli sem ég flíka annars nær aldrei!) Hér er greinin eins og hún birtist í blaðinu, lítillega stytt frá hinu innsenda bréfi mínu. Titill lesendabréfsins er ekki eftir mig heldur er hann blaðsins.]

 

Die isländische Regierung will die Kandidatur Islands zur Europäischen Union zurückziehen (siehe „Aus Angst vor der EU“ und „Auf Eis gelegt“ in der SZ am 24. Februar 2014). Sowohl vor den Wahlen im vergangenen Jahr als auch in der Regierungserklärung hatten beide Regierungsparteien versprochen, eine Volksabstimmung über den weiteren Verlauf der Beitrittsverhandlungen durchzuführen. Die Debatte in Island, auch jetzt im Parlament, dreht sich um diese versprochene Abstimmung über die nächsten Schritte; nicht um den Beitritt per se.

Laut Meinungsumfragen will die Mehrheit des Volkes, dass die Verhandlungen zu Ende geführt werden und danach über ein Beitrittsabkommen abgestimmt wird. Eine noch größere Mehrheit (75%) möchte, dass die Volksabstimmung über die Weiterführung der Verhandlungen jetzt durchgeführt wird. Diese Umfrageergebnisse machen der voreingenommenen Regierung Angst. Darum bricht sie ihr Versprechen gegenüber den Wählern.

Die EU-Gegner in Island füttern die Inselbevölkerung mit Unwahrheiten. Eine leitende Abgeordnete der Regierungsparteien sagte z.B. vor einigen Tagen in einer Fernsehdebatte, es gäbe Hungersnot in der EU. Der Staatspräsident, Ólafur Ragnar Grímsson, der seit Jahren gegen die EU polemisiert, sagte bei der Eröffnung des neuen Parlaments im vergangenem Jahr, die EU sei an einer Mitgliedschaft Islands nicht interessiert. Dies hätte er aus Gesprächen mit vielen leitenden europäischen Staatsmännern erkannt. Namen konnte er jedoch nicht nennen.

Bundespräsident Gauck in einer Ansprache beim offiziellen Besuch des isländischen Präsidenten im vergangenen Sommer: „Wir würden uns sehr freuen, Island als Teil der Europäischen Union begrüßen zu dürfen.“ Bundespräsident Rau hatte sich zehn Jahre früher aus gleichem Anlass ähnlich geäußert, so wie auch mehrere europäische Staats- und Regierungsoberhäupter.