Skip to content

Færslur í flokknum ‘Kosningakærur’

Feb 17 11

Stjórnlagaþingið í Morgunblaðinu

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist á mbl.is 17. febrúar 2011 og í styttri gerð á 22. síðu Morgunblaðsins sama dag. Því miður hafa skáletur og gæsalappir utan um tilvitnanir farist fyrir hjá Mogganum. Lesið því heldur grein þessa hér.]

Hvers vegna verður orðræða um þjóðmál á Íslandi svo oft að skætingi eða aulafyndi um leið og gert er lítið úr þeim sem eru annarrar skoðunar, þeir gerðir tortryggilegir í hvívetna eða þeim jafnvel gerðar upp illar hvatir? Hvers vegna er lítt hirt um staðreyndir heldur kastað fram fullyrðingum án rökstuðnings, einatt án þess að minnsta tilraun sé gerð til að grafast fyrir … lesa áfram »

Feb 11 11

Gullið tækifæri Hæstaréttar til Salómonsdóms

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birt í Fréttatímanum 11. febrúar 2011.]

Fyrir viku velti ég vöngum hér í blaðinu [Fréttatímanum] yfir þeirri ákvörðun Hæstaréttar að úrskurða kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar: Umræður hafa verið um skarpa greiningu Reynis Axelssonar á ákvörðun réttarins, skipuð hefur verið þingmannanefnd um viðbrögð við ákvörðuninni og nú síðast lögð fram beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku málsins. Í beiðninni er farið fram á að ógildingin verði dregin til baka í ljósi nýrra upplýsinga. Í varakröfu er mælst til þess að rétturinn krefjist endurtalningar kjörseðla eftir að öll auðkenni á þeim hafi dyggilega verið fjarlægð, að … lesa áfram »

Feb 11 11

Enginn Salómonsdómur

Höfundur: Þorkell Helgason

Ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings vekur blendnar tilfinningar. Þeim mun betur sem ég fer yfir ákvörðun réttarins því vafasamari finnst mér niðurstaðan. Um þessar efasemdir hef ég ritað á vefsíðu mína thorkellhelgason.is.

Hið jákvæða er að það skuli vera dómstóll sem kveður á um réttmæti kosninga. Þessu er ekki þannig farið um kosningar til Alþingis. Þar liggur hið endanlega ákvörðunarvald um gildi kosninganna hjá þinginu sjálfu, sbr. 46. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er meðal þess sem ég vil fá breytt, fái ég lagt á ráðin. Hefði þótt eðlilegt að við, þingfulltrúarnir 25, hefðum dæmt í eigin „sök“, fellt úrskurð … lesa áfram »

Jan 31 11

Var hægt að rekja kjörseðla til kjósenda?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pistill þessi var saminn 31. janúar 2011 en ekki birtur fyrr en 16. apríl s.á.]

Hæstaréttur segir í ákvörðun sinni um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings um tvö atriði að þau séu “verulegur annmarki á kosningunni”. Annað þessara atriða er að auðkenning á seðlunum geti leitt til þess rekja megi kjörseðlana til kjósenda.

Rétturinn víkur ekki einu orði að því í ákvörðun sinni hvers vegna nauðsynlegt var að auðkenna seðlana. Rafrænn talning, þ.e. úthlutun sæta, er næsta óhjákvæmileg með þeirri kosningaraðferð sem lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Svo væri einnig þótt öðrum aðferðum hefði verið beitt, svo sem merkingu við … lesa áfram »

Jan 30 11

Ályktun Hæstaréttar er hættuleg lýðræðinu

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pistill þessi var saminn 30. janúar 2011 en ekki birtur fyrr en 16. apríl s.á.]

Hæstaréttur hefur ályktað að kosning til stjórnlagaþings 27. nóv. s.l. sé ógild. Hver eru kæruatriðin og rök dómaranna:

  1. “Kjörseðlar hafi verið auðkenndir með strikamerki og númeri á bakhlið.” “[Þ]annig [væri] hægt að rekja atkvæði til einstakra kjósenda.” Dómararnir gefa í skyn í ákvörðun sinni að rekja hefði mátt atkvæði einstakra kjósenda, án þess þó sýna á nokkurn hátt hvernig það hefði átt að gerast. Af þessu álykta þeir að um “verulegan annmarka á framkvænmd kosninganna [sic] sé að ræða.” Ég sýni fram á í fyrri
lesa áfram »
Jan 27 11

Hvað nú eftir ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosninguna?

Höfundur: Þorkell Helgason

Þegar þetta er ritað er verið að ræða á Alþingi hvernig eigi að taka á málinu. Ég vil ekki, sem einn þeirra sem kjörinn var, tjá mig um of um hugsanlegar lausnir sem virðast einkum tvær:  Ný kosning eða að Alþingi  skipi á stjórnlagaþingið. Sumir vilja slá þingið af. Ég segi ekki annað á þessu stigi en að ég er eindreginn stuðningsmaður stjórnlagaþings sem hafi sem sterkast umboð frá þjóðinni og sem best tengsl við þjóðina. Hvort ég muni sitja á komandi stjórnlagaþingi er ekki aðalatriðið, heldur að þingið verði haldið og þar verði unnið af vandvirkni.

Ég hef aftur … lesa áfram »

Jan 27 11

Dálítil deila við dómarana

Höfundur: Þorkell Helgason

Ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings vekur blendnar tilfinningar. Hið jákvæða er að það skuli vera dómstóll sem kveður á um réttmæti kosninga og að hann geri strangar kröfur um leynd þeirra. Þessu er ekki þannig varið um kosningar til Alþingis. Þar liggur hið endanlega ákvörðunarvald um gildi kosninganna hjá þinginu sjálfu sbr. 46. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er meðal þess sem ég vil fá breytt fái ég lagt á ráðin. Hefði þótt eðlilegt að við fulltrúarnir 25 hefðum dæmt í eigin “sök”, fellt úrskurð um það hvort kjörbréf okkar væru gild? Varla.

Til gamans en líka til íhugunar í … lesa áfram »