Skip to content

Færslur í flokknum ‘Þjóðkirkjan’

Jun 27 18

Helguleikur – saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholtskirkju. Útgáfuhóf í sal FÍH fimmtudaginn 28. júní

Höfundur: Þorkell Helgason

 

Út er komin bókin Helguleikur eftir Kolbein Bjarnason. Af því tilefni efna Sumartónleikarnir í Skálholti og Bókaútgáfan Sæmundur til útgáfuhófs í sal FÍH í Rauðagerði 27 í Reykjavík fimmtudaginn 28. júní klukkan 17-19. Auk bókarinnar verður þar kynnt starf Sumartónleikanna en dagskrá þeirra ár hefst 7. júlí næstkomandi. Kaffi og konfekt, allir velkomnir.

Bókin verður seld á tilboðsverði í útgáfuhófi, með 20% afslætti frá leiðbeinandi verði eða á 13500 kr.

Í bókarkynningu verða leikin sýnishorn af diskum sem fylgja bókinni með semballeik Helgu Ingólfsdóttur.

Í bókinni Helguleikur segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktónlistar … lesa áfram »

Aug 3 14

Skálholtshátíð

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 19. júlí 2014.]

Eftir Eið Svanberg Guðnason, Hörð H. Bjarnason, Jón Hákon Magnússon, Ormar Þór Guðmundsson, Þorkel Helgason og Vilhjálm Bjarnason

clip_image002

Skálholtskirkja, — Morgunblaðið/Brynjar Gauti

“Kirkjan er klettur sem skal verða manninum leiðarljós. Á hana skal ekkert skyggja.”

Ísland er líklega eina landið í veröldinni þar sem kristni hefur verið frá upphafi byggðar. Ef til vill voru hér í landi írskir einsetumenn sem iðkuðu trú sína hér fyrir landnám og einnig voru nokkrir landnámsmenn kristnir. Svo var það árið 999 að leiðtogi heiðinna, Þorgeir lögsögumaður, úrskurðaði að einn siður skyldi vera lögtekinn, í þágu þjóðareiningar.

Fyrir kristnum … lesa áfram »

Jul 15 14

Forsmánin við Skálholtskirkju og fjóspúkarnir á bitanum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í visir.is og í styttri gerð í Fréttablaðinu 15. júlí 2014.]

 

 

clip_image002

VINIR SKÁLHOLTS SKRIFA:

Í Fréttablaðinu 8. júlí sl. er hálfkveðin „frétt“ um svokallað Þorláksbúðarmál. Skýrt er frá því að kirkjuráð hafi ákveðið að „lána“ Þorláksbúðarfélaginu 10,3 milljónir kr. og gefa eina milljón að auki til að félagið geti gert upp skuld við smið byggingar þeirrar sem hefur verið reist yfir rúst svokallaðrar Þorláksbúðar. Smiðurinn er verður launa sinna eftir að hafa verið vélaður til verksins á sínum tíma.

Árni Johnsen, sem er eins konar forystusauður svonefnds Þorláksbúðarfélags, segir að félagið hafi verið í fjárþröng vegna þess … lesa áfram »

Jul 1 14

Stórhátíð að hefjast í Skálholti

Höfundur: Þorkell Helgason

[Greinarstúfur þessi birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2014] 

Þorkell Helgason

Þorkell Helgason

Skálholt hefur um aldir verið partur af þjóðarsálinni. Svo er enn eins og sannast hefur á þeim mikla og maklega áhuga sem ópera Gunnars Þórðarsonar hefur vakið, en í henni er fjallað um ástir í meinum á sjálfu biskupssetrinu, ástir þeirra Ragnheiðar og Daða. Sagt hefur verið að Ragnheiður hafi leikið á klavíkord en fátt er þó vitað um tónlistariðkun í Skálholti á öldum áður. Hitt er víst að nú er hafin í fertugasta sinn ein elsta og umfangsmesta tónlistarhátíðin á landinu, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, og í þetta sinn er … lesa áfram »

Feb 19 14

Skemmdarverk á Skálholti

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar 2014.]

Kirkjuráð, sem virðist hafa náð öllum völdum innan þjóðkirkjunnar, hefur ákveðið að leigja veitinga- og gistiþjónustu í Skálholti undir hótelrekstur. Áformum um að slá líka vígslubiskup af virðist þó hafa verið frestað.
Hvað gengur mönnum til? Sagt er að rétta þurfi fjárhag staðarins við. Núverandi vígslubiskup er þegar búinn að því. Hann tók að vísu við allmiklum skuldum en þær verða seint greiddar af staðnum einum. Vissulega hefur fjárhagur þjóðkirkjunnar versnað eftir hrun og taka þarf á því máli. Í þeim efnum er margt sem grípa má til sem veldur ekki þjóðarskaða eins og … lesa áfram »

Nov 19 13

Hrindum atlögunni að Skálholti !

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 19. nóvember 2013]

Þorkell Helgason:

Uppbygging

Skálholt var í raun höfuðstaður landsins um aldir. Síðan hallaði undan fæti og um miðja síðustu öld var þar orðið lítt meira en stekkur. En þá spratt upp hreyfing um endurreisn staðarins en fyrir henni stóð einn mesti kirkjuhöfðingi seinustu aldar, sr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Allt gekk undravel. Vinir staðarins nær og fjær, ekki síst annars staðar á Norðurlöndunum, gáfu fé og önnur verðmæti sem dugðu til að reisa þá göfugu höfuðkirkju sem þar stendur, verk Harðar Bjarnasonar húsameistara og hans manna, skreytt ómetanlegum listaverkum þeirra Nínu Tryggvadóttur og Gerðar Helgadóttur. … lesa áfram »

Nov 9 13

Grafarþögn um Þorláksbúð

Höfundur: Þorkell Helgason

 [Þessi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember 2013, eru eftir  Eið Svanberg Guðnason, Hörð H. Bjarnason, Jón Hákon Magnússon, Vilhjálm Bjarnason og Þorkel Helgason.]

Eins og kunnugt er hefur bygging verið reist ofan á svokallaðri Þorláksbúð, skáhallt á hina formfögru Skálholtskirkju. Þessi yfirbygging er ranglega sögð tilgátuhús, en Þorláksbúð hefur engin söguleg tengsl við Þorlák biskup helga. Þetta er skemmd á allri ásýnd Skálholtsstaðar og vanvirða við þá sem stóðu að gerð þeirrar kirkju, sem átti hálfrar aldar vígsluafmæli á liðnu sumri. Fram hefur komið í umræðunni að kofinn við kirkjuvegginn er byggður á ósannindum og rangfærslum. Þjóðkirkjan íslenska … lesa áfram »

Sep 13 12

Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 13. september 2012.]

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagráðs 20. október n.k. verður spurt um stjórnskipunarlega stöðu þjóðkirkjunnar. Ekki um tilvist hennar heldur um það hvort kirkjunnar skuli getið sérstaklega í sjálfri stjórnarskránni. Orðrétt er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“

Málið er hitamál og eðlilegt að þjóðin sé spurð. Frambjóðendur til stjórnlagaþings – og síðar fulltrúar í stjórnlagaráði – fengu kröftug tilmæli annars vegar frá þeim sem vilja algeran aðskilnað ríkis og kirkju og þar með öll ákvæði um þjóðkirkju burt úr stjórnarskrá og hins vegar frá þeim sem … lesa áfram »

Nov 23 11

Hvert stefnir í Skálholti?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 23. nóv. 2011, en án myndarinnar.]

Skálholt var höfuðstaður í þjóðlífinu um aldir, ekki aðeins í andlegum efnum heldur einnig veraldlegum. Alkunna er hver urðu örlög staðarins, niðurníðsla af náttúrunnar- og mannavöldum. Fyrir tilstilli mætra manna hefur staðurinn verið endurvakinn. Skálholtskirkja reis fyrir hálfri öld, fögur og tilkomumikil þar sem hún gnæfir yfir umhverfið. Jafnframt hafa verið reist í Skálholti húsakynni sem gert hafa ýmsa menningarstarfsemi mögulega. En hús, jafnvel kirkjur, þarf að glæða lífi. Það hefur vissulega verið gert. Auk kirkjuhaldsins sjálfs hefur tónlistarstarf ekki síst varpað ljóma á staðinn enda býður Skálholtskirkja upp á … lesa áfram »

Nov 17 11

Ný stjórnarskrá: Er kirkjan úti í kuldanum?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttatímanum 18. nóvember 2011; fyrri gerð hér á vefsíðunni hefur verið stytt lítillega vegna rýmistakmarkana blaðsins.]

Forseti kirkjuþings gerði frumvarp stjórnlagaráðs um kirkjuákvæði stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu við setningu þingsins s.l. laugardag. Tónninn var sleginn með tilvitnun í hin fleygu orð Halldórs Laxness úr munni Jóns Hreggviðssonar „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti”.

Þjóðkirkja og kirkjuskipan

Kirkjuþingsforsetinn segir að stjórnlagaráð hafi „hlaupist undan þeim vanda að kveða á um hvort hér á landi skuli vera þjóðkirkja eða ekki.“ Orðið þjóðkirkja kemur ekki fyrir í frumvarpi stjórnlagaráðs en meginbreytingin fellst í þeirri tillögu að brott falli ákvæði … lesa áfram »