Skip to content

Færslur í flokknum ‘Kosning til Stjórnlagaþings’

Jun 30 11

Greining á úrslitum kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Höfundur: Þorkell Helgason

Greinargerð þessi birtist í  í heild sinni í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla 1.tbl. 7. árg. sem kom út 30. júní 2011.

Samantekt á innihaldi greinargerðarinnar:

  • Margt var sérstætt við þessa kosningu. Þetta var landskjör, þ.e. landið var eitt kjördæmi, framboð voru einstaklingsbundin, hreint persónukjör. Kosningin var um margt nýmæli, ekki aðeins hér á landi heldur líka sé leitað samanburðar út í hinn stóra heim.
  • Frambjóðendur skiptust þannig eftir kyni að 70% voru karlar en 30% konur. Hlutfall frambjóðenda var verulega umfram hlutfall kjósenda á kjörskrá í Reykjavík. Þessi hlutföll voru mjög ámóta á Suðvesturlandi en í öðrum kjördæmum hallaði á
lesa áfram »
Mar 13 11

Heildarúrslit stjórnlagaþingskosningarinnar

Höfundur: Þorkell Helgason

Heildarúrslit stjórnlagaþingkosningarinnar 27. nóv. 2010 má finna á vef landskjörstjórnar; sjá LandskjorstjornKosning. Þetta skjal er ekki auðvelt aflestrar.

Ég hef umbreytt þessari skrá landskjörstjórnar í hefðbundið birtingarform úrslita kosninga af þessu tagi (STV-kosninga). Hún er hér viðhengd sem Excel-skrá, en er harla stór! Stærðarinnar vegna er hún í tveimur hlutum. Í fyrri skránni SLÞkosningLoturWPI eru upplýsingar um þá frambjóðendur sem fengu mest fylgi. Upplýsingar um hina eru í SLÞkosningLoturWPII.

SLÞkosningLoturWPI

SLÞkosningLoturWPII

lesa áfram »

Feb 18 11

Lærdómur af örlögum stjórnlagaþingskosningar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 18. febrúar 2011]

Meginlærdómurinn er sá að enn á ný sjáum við hvað við erum fá og smá. Sumir segja að við bætum fámennið upp með sérstökum dugnaði og gáfum auk þessa íslenska séreinkennis að láta hlutina „reddast“. Þetta er 2007-hugsun, svo notað sé nútímamál. Það má ekki vera okkar haldreipi lengur að treysta á að hlutirnir bjargist einhvern veginn. Við verðum að vera raunsæ, taka tillit til smæðarinnar, leita einfaldra lausna og róa óhikað á erlend mið eftir fyrirmyndum, svo að fá hollráð séu nefnd. Umfram allt verðum við að nýta vel það takmarkaða … lesa áfram »

Feb 17 11

Stjórnlagaþingið í Morgunblaðinu

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist á mbl.is 17. febrúar 2011 og í styttri gerð á 22. síðu Morgunblaðsins sama dag. Því miður hafa skáletur og gæsalappir utan um tilvitnanir farist fyrir hjá Mogganum. Lesið því heldur grein þessa hér.]

Hvers vegna verður orðræða um þjóðmál á Íslandi svo oft að skætingi eða aulafyndi um leið og gert er lítið úr þeim sem eru annarrar skoðunar, þeir gerðir tortryggilegir í hvívetna eða þeim jafnvel gerðar upp illar hvatir? Hvers vegna er lítt hirt um staðreyndir heldur kastað fram fullyrðingum án rökstuðnings, einatt án þess að minnsta tilraun sé gerð til að grafast fyrir … lesa áfram »

Feb 2 11

Málfundur um stjórnlagaþingskosninguna fimmtudag 3. feb. í Þjóðminjasafninu

Höfundur: Þorkell Helgason

Málfundur á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ um kosningu til stjórnlagaþings

Framkvæmd, úrslit og ógilding kosninganna

Fimmtudaginn 3. febrúar 2011 kl. 12:00-13:45 í fundarsal Þjóðminjasafnsins

Framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings  þann 27. nóv. 2010 var kærð til Hæstaréttar sem hefur ákvarðað að kosningarnar séu ógildar. Tilvist stjórnlagaþings er því í uppnámi. Mikilvægt er fjallað sé um málið á ýmsum vettvangi og því boðar Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands til málþings um kosningar til stjórnlagaþings og ákvörðun Hæstaréttar. Tilgangur málþingsins er að velta upp nýjum hliðum málsins.

Dagskrá

1.        Drífa Sigfúsdóttir, rekstrarstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs er fundarstjóri og setur fundinn.

2.        Þorkell lesa áfram »

Nov 30 10

Enn meiri þakkir

Höfundur: Þorkell Helgason

Nú liggja úrslitin fyrir. Ég hlaut 1.930 atkvæði að 1. vali og síðan 1.266 tilsend atkvæði frá öðrum og fékk því í heild 3.196 atkvæði, sem er yfir sætishlut sem nemur 3.167 atkvæði. Við vorum 11 frambjóðendur sem komumst yfir sætishlutinn. Hinir 14 voru kjörnir á minna fylgi. Ég var 6. í röðinni sýnist mér. Er að skoða talnaverkið, en það liggur ekki enn fyrir á þægilegu formi.

Ég þakka öllum kjósendum mínum, stuðningsmönnum í kosningabaráttunni sem veittu mér ýmis konar aðstoð.  Ég mun leggja mig fram um að uppfylla væntingar ykkar með starfi mínu á stjórnlagaþingi.… lesa áfram »

Nov 29 10

Horfum bjartsýn fram til stjórnlagaþings

Höfundur: Þorkell Helgason

Þátttaka í kosningunni til stjórnlagaþings var dræm, tæp 37% kjósenda mættu á kjörstaði. Vissulega eru það vonbrigði. En þeir sem ekki mættu veittu þá þeim sem kusu vald til að taka afstöðu fyrir sína hönd. Þeim stóð sjálfum til boða að fara með atkvæði sitt. Þeir kusu að gera það ekki. Þannig virkar lýðræðið.

Er framtíð stjórnlagaþingsins nú í hættu; hefur það umboð þjóðarinnar og verður mark tekið á því? Hugum að þessu:

  • Yfir 80 þúsund raddir. Þrátt fyrir allt hafa yfir 80 þúsund Íslendingar lýst því í verki að þeim er umhugð um grundavallarsáttmála þjóðarinnar, stjórnarskrána, og varið til
lesa áfram »
Nov 29 10

Hvers vegna sat fólk heima?

Höfundur: Þorkell Helgason

Þátttaka í kosningunni til stjórnlagaþings hefði vissulega mátt vera meiri. Einungis 36% kjósenda tóku afstöðu. Ég var vondaufur viku fyrir kosninguna og spáði 30-40% kjörsókn en svo fannst mér áhuginn vera að glæðast og gerði mér orðið vonir um að helmingur kjósenda myndi neyta kosningarréttar síns. Svo varð ekki. Hvað veldur?

Ég náði að tala við marga í stórmörkuðum, í háskólunum og á einum vinnustað. Af þessum kynnum að dæma svo og almennt af umræðunni í þjóðfélaginu tel ég ástæðurnar einkum vera þessar og í þessari mikilvægisröð:

  1. Almenn vonbrigði með stjórnarfarið. Margir viðmælendur voru einfaldlega búnir að missa trúna á
lesa áfram »
Nov 28 10

Þakkir!

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningunni til stjórnlagaþings er lokið en úrslitin liggja ekki fyrir þegar þetta er ritað. Hvernig sem mér mun reiða af í lokin vil ég þakka þeim fjölmörgu sem veittu mér aðstoð af margvíslegu tagi, gáfu mér formleg meðmæli, aðstoðuðu mig við að kynna framboð mitt og viðhorf, gáfu mér opinberar stuðningsyfirlýsingar eða tjáðu sig um stuðning í símtölum eða pósti, dreifðu út kynningarefni og svo mætti lengi telja.

Ég hef kynnst fjölmörgu góðu fólki, bæði þeim betur sem ég þekkti áður en líka mörgum nýjum sem ég vonast til að geta haldið kunningsskap við. Ekki síst gildir þetta um meðframbjóðendur … lesa áfram »

Nov 27 10

Dagur fólksins

Höfundur: Þorkell Helgason

Þegar þetta er ritað er verið að opna kjörstaði. Í dag verður kosið til stjórnlagaþings sem er falið það ábyrgðarmikla verkefni að gera tillögu um endurbætta stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Þessi kosning er því ein sú mikilvægasta í sögu þessa lýðveldis. Brýnt er að kjörsókn verði góð þannig að þingfulltrúar fái traust umboð þjóðarinnar til starfa sinna. Flykkjumst því á kjörstað í nafni lýðræðisins. Látum ekki aðra kjósa fyrir okkur með því að mæta ekki.
Það er mikið úrval góðra frambjóðenda. Fjöldi þeirra ætti því ekki að vaxa mönnum í augum; þvert á móti veitir hann kjósendum tækifæri til vals í … lesa áfram »