Skip to content

Færslur í flokknum ‘Atkvæðisréttur’

Sep 20 12

Spurt og svarað um ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs um kosningar til Alþingis

Höfundur: Þorkell Helgason

Þennan langa pistil má líka nálgast sem pdf-skjal: 

SpurtOgSvaradKosningakerfiRadsins_20sept2012_Thorkell 

 

Stjórnlagaráð leggur til gagngera breytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Tillagan birtist í 39. gr. frumvarps þess auk þess sem 43. gr. skiptir og máli í þessu samhengi. Þessar tillögugreinar eru hér tíundaðar málsgrein fyrir málsgrein. Er þá stuðst við það orðalag sem fundur stjórnlagaráðsfulltrúa í mars 2012 bauð upp á sem valkost en efnisbreytingar eru engar frá fyrri gerð:

39. gr. um alþingiskosningar í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

1. mgr.        Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til lesa áfram »

Sep 4 12

Eiga fjöll og firnindi að hafa kosningarétt?

Höfundur: Þorkell Helgason

Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið landlægt á Íslandi frá upphafi kosninga til Alþingis. Mynd I sýnir hvernig þetta misvægi hefur verið, mælt með tvennum hætti.

image

Misvægið er þannig mælt að fundið er hlutfallið milli tölu kjósenda að baki hverju þingsæti í því kjördæmi þar sem sú tala er hæst og þess þar sem hún er lægst. Ef atkvæðavægi er jafnt er þetta hlutfall nálægt einum. Þ.e.a.s það lægi á lárétta ásnum. Rauði ferillinn sýnir misvægið eins og það var í raun miðað við kjördæmaskipanina á hverjum tíma. Hæst fór þannig mælt misvægi í vorkosningunum 1959 upp í nær 20; … lesa áfram »

Sep 3 12

Hvernig kynni skipan Alþingis að breytast við jafnt vægi atkvæða?

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessari spurningu hefur verið kastað fram. Spurt er nánar hvað gerst hefði 2009 ef þá hefði verið jafnt vægi atkvæða. Það er alltaf varhugavert að nota úrslit úr liðnum kosningum til að spá um hvað gerst hefði ef kosningalög hefðu verið einhvern veginn öðru vísi. Kjósendur haga sér ávallt að nokkru með tilliti til þess fyrirkomulags sem gildir hverju sinni.

Engu að síður er hér sýndar töflur um skiptingu þingsæta ef sætum er skipt eins jafnt og unnt er milli kjördæma á grundvelli kosningaúrslitanna frá 2009.

Tafla I sýnir hvernig sætaskipanin hefði orðið 2009 ef sætum væri skipt á milli … lesa áfram »

Mar 11 11

Atkvæði fólks eða fjalla?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttatímanum 11. mars 2011]

Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnlagaráðs, ef það kemst á laggirnar, verður að fjalla um kjördæmaskipan og kosningar til Alþingis. Það hefur verið hefð fyrir því að hafa slík ákvæði mjög ítarleg í stjórnarskrá Íslands. Svo er einnig hjá hinum norrænu ríkjunum. Allur gangur er þó á þessu. Í sumum grannríkjum okkar, t.d. Þýskalandi eða Hollandi, kveður stjórnarskrá aðeins á um að kosningar skuli vera leynilegar og lýðræðislegar. Hvort sem sagt verður meira eða minna um þetta í stjórnarskrá okkar er einsýnt að stjórnlagaráðið verður að hugsa málið til enda, þ.e. að kveða ekki aðeins … lesa áfram »

Nov 22 10

Landið eitt kjördæmi – en meira þarf til

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningafræði af ýmsu tagi er sá  málaflokkur sem verður mitt sérsvið ná ég kjöri á stjórnlagaþingið.  Því kann að virðast einkennilegt að ég hafi ekki tjáð mig ítarlega um þau mál fyrr en nú, á lokastigi kosningarbaráttunar, ef baráttu skyldi kalla! Ein meginástæða þessa hiks er sú að ég tel mig hafa margt annað fram að færa og vil ekki bjóða mig fram til þingsins einungis sem kosningafræðingur! Nú er ekki lengur til setunnar boðið.

Kosningamál hafa verið mér hugleikin nær alla mína starfsæfi. Fyrir stærðfræðinga eins og mig er málaflokkurinn afar áhugaverður. Bein afskipti mín af kosningamálum hófust strax … lesa áfram »