Færslur í flokknum ‘Fréttatíminn’
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 30. desember 2011]
Allt frá því að stjórnlagaráð skilaði Alþingi frumvarpi sínu að nýrri stjórnarskrá hinn 29. júlí s.l. hef ég með nær vikulegum pistlum í Fréttatímanum leitast við að skýra út og rökstyðja tillögurnar. Pistlana má alla finna á vefsíðu minni: www.thorkellhelgason.is. Nú er mál að linni, a.m.k. að sinni.
Árið framundan skiptir sköpum um framvindu stjórnarskrármálsins. Þingið, en ekki síst þjóðin, verður að koma því í höfn að við eignumst nýjan samfélagssáttmála.
Hvað er í boði?
Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja íslenska stjórnarskrá er afrakstur mikillar vinnu ráðsfulltrúa og sérfræðinga stjórnlagaráðs þar sem byggt er … lesa áfram »
[Birtist í upphaflega Fréttatímanum 23. desember 2011]
Umræðan um stjórnarskrármálið er komin á nokkurt skrið. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fengið hundruð erinda um málið. Þau eru af ýmsum toga og lýsa mismunandi sýn á frumvarpið og stjórnarskrána, en langflest eru þó stuðningsyfirlýsingar við frumvarpið.
Forsendur stjórnarskrárgerðar
Við stjórnarskrárgerð verður að taka tillit til fjölmargs: Gildandi stjórnarskrár en líka laga, alþjóðasamninga, fyrirmynda úr erlendum stjórnarskrám, hefða hérlendis og erlendis, fræðilegra forsendna auk leiðbeininga frá alþjóðlegum stofnunum. Þar með er ekki öll sagan sögð. Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðarinnar við sjálfa sig. Hún verður að hafa hljómgrunn hjá almenningi og vera til … lesa áfram »
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 2. desember 2011]
Tillögur stjórnlagaráðs hafa sætt gagnrýni eins og við mátti búast. Sumt af því er ómaklegt, annað eru eðlilegar athugasemdir. Stjórnarráðsfulltrúarnir Katrín Oddsdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson fóru skilmerkilega yfir ýmsar þessar athugasemdir í Silfri Egils 27. nóvember s.l. Hér verður hnykkt á einu mikilvægi atriði: Hvernig valdið hríslast frá þjóðinni til Alþingis og þaðan til ríkisstjórnar; hvernig umboðsferlið er og hvernig það byrjar og endar hjá þjóðinni. Ferlið er hér kortlagt með einföldum hætti í upptalningarstíl. Innan sviga eru getið þeirra frumvarpsgreina sem vitnað er til, en lesendur geta fundið þær, t.d. á vefnum … lesa áfram »
Ný stjórnarskrá: Lýðræðisþroski
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 25. nóvember 2011]
Þessi pistill er ritaður suður í Þýskalandi eins og sumir þeirra fyrri í þessari stjórnarskrársyrpu. Pistillinn ber keim að því. Oft er gott að horfa heim á hlað úr nokkurri fjarlægð.
Fáar þjóðir hafa orðið fyrir jafn miklum hremmingum og Þjóðverjar á næstliðinni öld öfganna. Þjóðverjar hafa tekið afleiðingunum og mikið lært. Mér er ekki kunnugt um aðra þjóð sem hefur jafn rækilega sagt skilið við fortíðina og Þjóðverjar og lagt sig í sama mæli fram við að skapa nýtt þjóðfélag lýðræðis og réttar. Ekki hafa Ítalir tekið sér sama tak eftir endalok … lesa áfram »
[Birtist í Fréttatímanum 18. nóvember 2011; fyrri gerð hér á vefsíðunni hefur verið stytt lítillega vegna rýmistakmarkana blaðsins.]
Forseti kirkjuþings gerði frumvarp stjórnlagaráðs um kirkjuákvæði stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu við setningu þingsins s.l. laugardag. Tónninn var sleginn með tilvitnun í hin fleygu orð Halldórs Laxness úr munni Jóns Hreggviðssonar „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti”.
Þjóðkirkja og kirkjuskipan
Kirkjuþingsforsetinn segir að stjórnlagaráð hafi „hlaupist undan þeim vanda að kveða á um hvort hér á landi skuli vera þjóðkirkja eða ekki.“ Orðið þjóðkirkja kemur ekki fyrir í frumvarpi stjórnlagaráðs en meginbreytingin fellst í þeirri tillögu að brott falli ákvæði … lesa áfram »
Ný stjórnarskrá: Umræðan komin á skrið
[Pistill þessi birtist í Fréttatímanum 4. nóvember 2011]
Umræða um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá er komin á skrið. Alþingi reið á vaðið í októberbyrjun með sérstökum þingfundi um málið. Í kjölfarið fór málið til nýrrar þingnefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún er byrjuð að kalla inn viðmælendur, t.d. fulltrúa úr stjórnlagaráði. Jafnframt hefur nefndin auglýst eftir athugasemdum við frumvarpið. Vart verður meiri skrifa og umræðna um málið, lagdeildir háskólanna efna til málstofa o.s.frv.
Hlutverk almennings
Nú verður almenningur að fylgja málinu eftir. Því miður skortir aðgengileg gögn. Stjórnvöld ættu að sjá til þess að senda tillögur stjórnlagaráðs í hvert hús. … lesa áfram »
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 4. nóvember 2011]
Vitaskuld ekki. Ráðið hefði mátt fá meiri tíma. Margt lá þó til grundvallar starfi ráðsins, svo sem fyrri stjórnarskrárnefndir, stjórnlaganefnd til undirbúnings þjóðfundar og ráðgerðs stjórnlagaþings, svo og þjóðfundurinn sjálfur.
Spurningin er ekki hvort tillögur stjórnarskrárnefndar séu fullkomnar, heldur hvort þær taki núgildandi stjórnarskrá fram. Jafnframt má spyrja hvort tillögur ráðsins megi enn bæta. Svo er efalaust, en brýnt er að það gerist þá með markvissum hætti. Um framgangsmátann skrifaði ég pistillinn „Hvað nú?“ 14. október s.l.
Alþingi hefur þegar haft eina umræðu um frumvarp ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Þar kom bæði fram … lesa áfram »
Ný stjórnarskrá: Blásum lífi í lýðræðið!
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 28. október 2011]
Traust á stjórnmálamönnum er rýrt bæði hérlendis og í löndum í kringum okkur. Sama gildir um lýðræðið sjálft og stofnanir þess, ekki síst Alþingi. Sagt er að allt sé þetta blekking. Að vísu kjósi þjóðin menn á þing á fjögurra ára fresti en eingöngu pakkalausnir séu í boði; flokkslistar sem kjósendur fái ekki hnikað. Myndun ríkisstjórna sé einatt lítt í samræmi við kosningaúrslit; jafnvel flokkur sem galt afhroð veiti ríkisstjórn forystu. Ríkisstjórn valti síðan yfir þingið en láti sjálf leiðast af „sérfræðingastóði“. Yfir öllu tróni svo hagsmunasamtök og ekki síst peningaveldið.
Þjóðin, kjósendur, … lesa áfram »
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 21. október 2011, en undir öðru heiti vegna mistaka]
Þjóðverjar héldu upp á sameiningardaginn 3. október s.l. Það er þjóðhátíðardagur þótt Þjóðverjar forðist að nota orðið eins og allt annað sem minnir á þjóðrembu. Stjórnarskráin þýska var þema dagsins. Forseti þýska stjórnlagadómstólsins hélt hátíðarræðu. Þar spurði hann hvað sameini þjóðina. „Hvað á einstæð móðir með tvö ung börn sem situr við kassann í stórmarkaði í Chemnitz [sem hét Karls-Marx-borg í fjóra rauða áratugi!] sameiginlegt með virtum viðskiptalögmanni í München sem ekur á Porsche sportbíl á skrifstofuna sína?“ Þessa spurningu má heimfæra á okkar litla Ísland enda … lesa áfram »
Hvað nú?
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 14. október 2011]
Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá var til ítarlegrar umræðu á Alþingi í vikunni. Hér er ekki tóm til að taka á einstökum athugasemdum þingmanna um efnið, heldur verður vikið að því hvernig framhaldið ætti að vera.
Vanagangurinn
Upphaflega átti stjórnlagaþing að starfa í þremur hrinum með umþóttunarhléum á milli. Því miður náði sú leið ekki fram að ganga. Verði ekki að gert mun framhaldið því verða með eftirfarandi formlegum hætti:
Formlega leiðin: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallar um frumvarp stjórnlagaráðs og gerir á því breytingar. Nefndin leggur síðan fram frumvarp til samþykktar á … lesa áfram »