Skip to content

Færslur í flokknum ‘Eftirlitsvaldið’

Nov 3 10

Hver gætir almennings gagnvart valdinu?

Höfundur: Þorkell Helgason

Mikilvægt er að hinir þrír stólpar ríkisvaldsins, löggjafinn (Alþingi), framkvæmdarvaldið (ríkisstjórnin) og dómsvaldið (dómstólarnir) séu aðskildir og hafi aðhald og eftirlit hver með öðrum. Ýmis sjónarmið eru uppi um það hvernig þetta skuli gert. Sumir vilja að framkvæmdarvaldið sé kosið sérstaklega. Aðrir vilja efla þingið, styrkja þingræðið, svo að það eigi í fullu tré við framkvæmdarvaldið. Ég reifa þessi sjónarmið í nokkrum pistlum á vefsíðu minni og hallast þá fremur að seinni lausninni. Um sjálfstæði dómstólanna eru allir sammála.

En gagnkvæmt eftirlit er eitt, utanaðkomandi eftirlit er annað. Nú eru allmörg embætti og eftirlitsstofnanir sem hafa það hlutverk að úrskurða … lesa áfram »

Oct 17 10

Stjórnarskráin sem vörn gegn græðgi og afglöpum

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Þinginu er ætlað að hefja störf um miðjan febrúar á næsta ári. Alþingi hefur glímt við það í 66 ár að móta lýðveldinu heilsteypta stjórnarskrá en án umtalsverðs árangurs. Stjórnlagaþing er því mikilvægt nýmæli til að koma málinu í höfn. Brýnt er að þjóðin grípi tækifærið og láti sig það sem framundan er miklu varða, þjóðfundinn, kosninguna til stjórnlagaþings og síðan þinghaldið sjálft.

Er þörf á endurbættri stjórnarskrá? Svo er vissulega þótt núverandi stjórnarskrá sé að grunni til gott skjal enda mótað af frelsisanda nítjándu aldar. En hún hefur hvorki verið vörn gegn græðgi … lesa áfram »