Skip to content

Litháar gengu í ESB fyrir áratug, við erum enn í naflaskoðun

Höfundur: Þorkell Helgason, May 1st, 2014

Í dag, 1. maí, eru liðinn áratugur frá inngöngu tíu Austur-Evrópuríkja í Evrópusambandið. Af því tilefni er leiðari í dagblaðinu VILNIUAUS DIENA, sem gefið er út í Vilnius, þar sem rifjaður er upp andróðrinum gegn inngöngu Litháen í ESB. Hér er úrdráttur (þýddur úr þýsku, ekki litháísku!):

“Evrópusambandið mun fyrirskipa Lítháum hvaða lögun gúrkum skulu hafa. Litháar munu ekki geta sett nein eigin lög, heldur mun Evrópuréttur einn gilda. Um hásumur munum við ekki geta dvalið við Eystrasaltsstrendur, af því að strendurnar verða einkavæddar og seldar útlendingum. Slíkar og þvílíkar voru þjóðsögurnar um ESB-aðild Litháens. Tíu árum síðar er hægt að hlæja yfir þessu eða líka gráta. Líháískt grænmeti er [nú] selt jafnrétthátt frönsku í verslunum víðsvegar um ESB-svæðið. Við ökum um á nýjum götum lögðum bundnu slitlagi sem kostaðar hafa verið úr ESB-sjóðum, sendum börn okkar í skóla sem hafa verið endurnýjaðir með Evrópustyrkjum og ferðumst þvert og endilangt um Evrópu. Vitaskuld eru vandamál. En við megum ekki gleyma hvernig lífi okkar væri háttað ef við hefðum haldið okkur utan landamerkja Sambandsins 1. maí 2004.”

Hljómar ekki margt kunnuglega í eyrum Íslendinga á árinu 2014? Okkar gafst kostur á því fyrir tæpum tuttugu árum að fylgja þremur Eftalöndum inn í ESB – og enn erum við í naflaskoðun.

Comments are closed.