Skip to content

Samanburður á tillögum stjórnarskrárnefndar (eins og þær lágu fyrir 20. jan. 2016) og stjórnlagaráðs, ásamt athugasemdum

Höfundur: Þorkell Helgason, February 8th, 2016

[Endurskoðað 9. febrúar 2016.]

Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var 2013 starfar mjög leynt. Þó hefur lekið út hvað hún er að bauka. Vísa ég þar til skjals sem Píratar hafa birt.
Hér er samanburður gerður á þessum tillögum og samsvarandi ákvæðum í tillögum stjórnlagaráðs, bæði þeim upphaflegu svo og eins og þær lágu fyrir eftir breytingar þær sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerði á þeim í meðförum þingsins á s.l. kjörtímabili.

Auk samanburðarins geri ég í fyrsta dálki skjalsins athugasemdir og spyr spurninga um þessar tillögur stjórnarskrárnefndarinnar.

Fólk er hvatt til að kynna sér málið! Látið mig líka vita ef þið hnjótið um einhver mistök í samanburðinum.

Comments are closed.