Skip to content

Aðferðir við sameiginlegar ákvarðanir þings og þjóðar

Höfundur: Þorkell Helgason, March 4th, 2016

[Lítilega endurskoðað í des. 2018]

Stjórnarskrárnefnd sú sem starfaði 2013-2016  skilaði tillögum um nokkrar mikilvægar breytingar á stjórnarskránni. Ein þeirra lýtur að því hvernig kjósendur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög frá Alþingi. Þar er settur þröskuldur sem þannig er orðaður:

„Til þess að hnekkja lögum þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur [25%] kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis.“

Slíkt ákvæði um stuðningslágmark órökrétt og styðst ekki við nein viðmið. Hvers vegna ekki 20% eða 30%? Þar nægir ekki að segja að 25% hafi verið málamiðlun í nefndinni. Þá er ávallt sá galli á ákvæði sem þessu að það er verið að gera þeim sem heima sitja upp skoðanir, að þeir séu upp til hópa á annarri skoðun en þeir sem þátt taka. Vafasamt er að þessir kjósendur geri sér grein því hvernig í raun er verið að gera þeim upp skoðun.

Hugmynd um aðra aðferð til að tengja saman atkvæðagreiðslu á þingi og meðal þjóðarinnar hefur verið að þróast.  Hugsunin er sú að þeir sem taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni séu þar með að kalla til baka það umboð sem þeir hafa áður veitt þingmönnum í kosningum til Alþingis.  Hinir sem heima sitja séu aftur á móti sáttir við afstöðu þingmanna og það hvernig atkvæði féllu á Alþingi um málið. Kalla má þessa leið samþætta ákvörðun þings og þjóðar en hana má finna með því að styðja hér á þessa nafngift.

Hugmyndin er enn gerjun. Því væri höfundi fengur af málefnalegu áliti lesenda. Þeir eru því beðnir að hafa samband á netfanginu thorkellhelga@gmail.com

Comments are closed.