Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2018 gerðar upp með ýmsum aðferðum
Nokkuð hefur verið spurt um það hvernig úthlutun sæta í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hefði komið út ef beitt hefði verið öðrum aðferðum en þeirri lögbundnu, þeirri sem kennd er við d‘Hondt. Í ljós kemur að d‘Hondt sker sig úr frá þeim öðrum aðferðum sem koma við sögu á myndinni og gefa allar sömu niðurstöðu. Munurinn d‘Hondt á og hinum er sá að d‘Hondt gefur D og S einu sæti fleira, hvorum lista um sig, á kostnað B og J.
Um muninn á þessum aðferðum öllum má lesa á síðunni http://thorkellhelgason.is/?p=2144. Frekari lýsing verður að bíða rits sem ég vonast til að ljúka á komandi vetri!
Í töflunni hefur listum undir 1000 atkvæðum verið sleppt; þeir fengu engin sæti í neinni aðferðinnui.
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2018 | ||||||||||
B | C | D | F | J | M | P | S | V | Alls | |
Atkv. | 1.870 | 4.812 | 18.146 | 2.509 | 3.758 | 3.615 | 4.556 | 15.260 | 2.700 | 58.966 |
Úthlutuð sæti | ||||||||||
B | C | D | F | J | M | P | S | V | Alls | |
d’Hondt | 2 | 8 | 1 | 1 | 1 | 2 | 7 | 1 | 23 | |
Sainte-Laguë | 1 | 2 | 7 | 1 | 2 | 1 | 2 | 6 | 1 | 23 |
Norrænn Laguë | 1 | 2 | 7 | 1 | 2 | 1 | 2 | 6 | 1 | 23 |
Hare (stærsta leif) | 1 | 2 | 7 | 1 | 2 | 1 | 2 | 6 | 1 | 23 |
Droop | 1 | 2 | 7 | 1 | 2 | 1 | 2 | 6 | 1 | 23 |
(Um þennan smápistil er fjallað á http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/06/11/dhondt-adferdin-reyndist-framsokn-og-sosialistum-othaegur-ljar-thufu/)
Comments are closed.