Skip to content
Flokkar

Kveðið um frambjóðandann

Höfundur: Þorkell Helgason, November 25th, 2010

Nokkrir vinir hafa sent mér framboðsvísur. Þessi er frá sr. Hjálmari Jónsyni:

Hvatningu sífellt ég syng,
síst má því gleyma
að senda Þorkel á þing,
þar á hann heima.

Meðframbjóðandinn sr. Þórir Jökull Þorsteinsson sparar ekki dönskuna á mig auk blessunar:

Besta ósk með blessun sé,
borin fram af heilu þeli.
Otte og tyve, fem og tre,
telst þú heita núna Keli.

Leikfimisfélagi minn í Menningarfélagi Háskólans, Þórður Jóhannesson, orti auðkennisnúmeravísur um alla þrjá frambjóðendurna sem eri í þessu merka félagi, þ.e. auk mín þá Gísla Má Gíslason og Júlíus Sólnes. Á mig pundar hann svona:
Tvisturinn er tala góð
teymir með sér áttu.
Fimman þar næst fetar slóð
fylgja þristinn láttu.

Ef þú vilt, kjósandi, Þorkel á þing
þér númer hans rétt er að tjá.
Ég tuttugu‘ og átta‘ að þér tölunni sting
sem tengist við fimmtíu og þrjá.

Að lokum orti granni minn hér á Álftanesinu, Sigtryggur Jónsson, orti limru:

Enginn um fróðleik og vit honum frýr,
í framsetning allri með eindæmum skýr.
Þorkell að nafni
mun standa í stafni,
stimplirðu tveir – átta , fimm, þrír.

Comments are closed.