Skip to content

Enn meiri þakkir

Höfundur: Þorkell Helgason, November 30th, 2010

Nú liggja úrslitin fyrir. Ég hlaut 1.930 atkvæði að 1. vali og síðan 1.266 tilsend atkvæði frá öðrum og fékk því í heild 3.196 atkvæði, sem er yfir sætishlut sem nemur 3.167 atkvæði. Við vorum 11 frambjóðendur sem komumst yfir sætishlutinn. Hinir 14 voru kjörnir á minna fylgi. Ég var 6. í röðinni sýnist mér. Er að skoða talnaverkið, en það liggur ekki enn fyrir á þægilegu formi.

Ég þakka öllum kjósendum mínum, stuðningsmönnum í kosningabaráttunni sem veittu mér ýmis konar aðstoð.  Ég mun leggja mig fram um að uppfylla væntingar ykkar með starfi mínu á stjórnlagaþingi.

Comments are closed.