Þessi pistill birtist upphaflega á veffangi mínu 9. nóvember 2011. Nú hefur sú meginskrá sem vitnað er til verið lagfærð lítillega og gerð aðgengilegri. Hér er um eftirfarandi pdf-skrá að ræða:

Samanburður stjskrhugmynda 23 sept 2012

Hinn 20. október fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp stjórnlagaráðs að endurskoðari stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Svonefnd stjórnlaganefnd starfaði til undirbúnings starfinu í stjórnlagaráði og lagði fram tvö dæmi um hugsanleg gerð stjórnarskrárinnar. Að auki er núgildandi stjórnarskrá, lýðveldisstjórnarskráin. Þannig liggja fyrir fjórar útgáfur að stjórnskipunarlögum:

  • RFrumvarp stjórnlagaráðs.
  • S: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 1944 nr. 33 17. júní.
  • A: Hugmynd stjórnlaganefndar, dæmi A.
  • B: Hugmynd stjórnlaganefndar, dæmi B.

Gagnlegt er að geta borið þessar fjóra gerðir saman grein fyrir grein. Í meðfylgjandi pdf-skjali er það gert. Samanburðurinn er ávallt við  frumvarp stjórnlagaráðs sem grunnskrá.

Ávallt eru álitamál þegar lagatextar eru bornir saman; hvaða greinar, málsgreinar eða málsliðir heyra saman. Um dæmi stjórnlaganefndar er að mestu farið eftir fyrirmælum stjórnlaganefndar. Um frumvarp stjórnlagaráðs er höfð hliðsjón af skýringum ráðsins sjálfs um einstakar greinar með frumvarpinu, sem er þó ekki algilt.  Í öllum tilvikum hefur því skráasmiður þurft að treysta á eigið brjóstvit.

Lesendur þessar skráa eru því beðnir um að láta skráasmiðinn vita ef þeir hnjóta um eitthvað sem betur mætti fara og verður það þá óðara lagfært. Vinsamlega sendið póst um hvað eina sem má betur fara á netfangið thorkellhelga@simnet.is.