Skip to content

Kosningar geta verið margslungnar!

Höfundur: Þorkell Helgason, February 28th, 2012

Eins og sést hér neðar flutti ég erindi um fyrirkomulag kosninga til Alþingis 1. mars. 2012. Um 20 mann hlýddu á og komu með gáfulegar spurningar og athugasemdir og var þetta hin skemmtilegasta uppákoma sem stóð á aðra klukkustund. Erindið er hér að finna á slæðuformi: ARFÍ1.mars2012Kosningar

Fréttatilkynning frá Aðgerðarannsóknarfélagi Íslands:

Þorkell Helgason flytur erindi hjá Aðgerðarannsóknarfélagi Íslands (ARFÍ) fimmtudaginn 1. mars 2012, kl. 16:30 í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík

Fyrirkomulag kosninga er af mörgu taginu og ekki jafn einfalt og sjálfgefið mál og virðast kann við fyrstu sýn. Varla eru nokkur tvö kosningakerfi eins, enda ekkert einleikið í þeim efnum! Í erindinu verður fjallað um nokkur stærð- og reiknifræðileg viðfangsefni í þessum málaflokki. Hvernig er atkvæðafylgi umreiknað hlutfallslega í fulltrúatölu? Hvers vegna er ekki til nein gallalaus aðferð við úthlutun jöfnunarsæta? Væri það hættulegt lýðræðinu að hver kjósandi færi með tvö atkvæði? Fjallað verður um viðfangsefni og tækifæri fyrir reiknimeistara og líkanasmiði – en líka um víti til að varast. Í fyrirlestrinum verður einkum tekið mið af tillögum stjórnlagaráðs um stjórnarskrárramma um kosningar til Alþingis. Farið verður allítarlega í gegnum tillögurnar og kostir þeirra og gallar ræddir í stærðfræðilegu – en jafnframt í stjórnmálalegu og sögulegu ljósi.

Erindið á að vera auðskilið að langmestu leyti, en þeim sem hafa gaman að smávægilegri stærðfræði á líka að vera skemmt.

Þorkell Helgason hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands, ráðuneytistjóri og orkumálastjóri. Jafnhliða hefur hann verið ráðgjafi stjórnvalda um kosningamálefni í þrjá áratugi. Hann var kosinn til stjórnlagaþings og var síðan fulltrúi í stjórnlagaráði sem skilaði frumvarpi að stjórnarskrá á s.l. sumri og hefur nú verið kallað saman á ný. Þorkell sat í þeirri nefnd ráðsins sem fjallaði um fyrirkomulag kosninga.

Comments are closed.