Um spurningar í ráðgerðri þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs
Þegar þetta er skrifað um miðjan dag 28. mars 2012 er að hefjast í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasti fundur um ráðgerða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þar sem mér finnst að margt þurfi laga í fyrirliggjandi spurningum gat ég ekki orða bundist og sendi þingnefndinni eftirfarandi:
Til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Ég hef legið talsvert yfir texta þingsályktunartillögu á málsnr. 636 og hlustað á hluta af 1. umræðu um málið. Því leyfi ég mér að leggja orð í belg og gauka að nefndinni orðalagi spurninga sem mér persónulegra finnst skýrara og rökréttara en það sem fram kemur í fyrirliggjandi tillögu.
Ég geri þetta með tvennu móti:
- Viðauki 1: Annars vegar er sú gerð sem lengra gengur og í formi draga að kjörseðli, þar sem spurningarnar sjást í efnislegu samhengi. Ég er þó ekki að segja að allur þessi texti ætti að vera á kjörseðlinum sjálfum; sumt gæti verið í kynningarefni. Ég geri ekki ráð fyrir að nefndin telji sig geta breytt jafn miklu og hérna kemur fram en vonandi getur nefndin sótt hugmyndir í þennan texta.
- Viðauki 2: Hins vegar er breyting á sjálfri þingsályktunartillögunni og gengur þá skemur. Þar er t.d. aðalspurningunum ekki snúið við, sem ég tel þó æskilegra.
Því miður er ekki tóm til að útlista málið eða útskýra frekar á þeim fáu klukkustundum sem til stefnu eru.
Ég tek ekki afstöðu til þess hvort spurningarnar séu hinar einu og réttu og tek heldur ekki afstöðu til þess hvort þjóðaratkvæðagreiðsla nú sé tímabær eða ekki.
Ég vil taka fram að ég legg þetta fram sem almennur borgari, en það er mér afar hjartfólgið að þjóðin fái góða stjórnarskrá. Þess vegna legg ég mitt fram, ef það megi koma að gagni.
Með ósk og von um farsælt starf nefndarinnar,
28. mars 2012, Þorkell Helgason, kt. 0211424259
Viðauki 1:
Kjörseðill [ÞH1] við þjóðaratkvæðagreiðslu þann 30. júní 2012 um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá [ÞH2] og álitamál í tillögunum
Stjórnlagaráð skilaði Alþingi drögum að nýrri stjórnarskrá í frumvarpsformi þann 29. júlí 2011. Að ósk Alþingis benti ráðið að auki á valkosti við nokkur atriði í frumvarpinu á fundi sínum 8.-11. mars 2012.[ÞH3]
Vegna frekari framvindu málsins vill Alþingi leita álits kjósenda á nokkrum álitamálum í tillögunum svo og á málinu [ÞH4] í heild.
Þess vegna ertu beðin(n) um að svara eftirfarandi spurningum [ÞH5] um :
Ertu fylgjandi eftirfarandi ákvæðum, sem eru í frumvarpi stjórnlagaráðs, eða ekki?[ÞH6]
Já | Nei | Tek ekki afstöðu | |
|
|||
|
|
||
|
|
||
|
|
||
|
|
||
Ef já við 5. spurningu, hver finnst þér að þurfi að vera lágmarksstærð [ÞH12] slíks hóps? |
|
Til greina kemur að breyta frumvarpi stjórnlagaráðs í samræmi við svör meiri hluta kjósenda við ofangreindum álitamálum. Að auki kann að veðra gripið til sumra þeirra fyrrgreindu valkosta [ÞH14] sem stjórnlagaráð hefur bent á. Jafnframt er ráðgert að frumvarpið verði yfirfarið lagalega [ÞH15] og lagfært ef þurfa þykir.[ÞH16]
Því ertu beðinn að merkja framan við einn af eftirfarandi [ÞH17] valmöguleikum:
_____________________________________________________________
- Já[ÞH18] , ég vil að unnið verði að gerð nýrrar stjórnarskrár á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs, hugsanlega þannig breyttu.
_____________________________________________________________
- Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.
_____________________________________________________________
- Ég tek ekki afstöðu
_____________________________________________________________
Viðauki 2: Ábendingar um lágmarksbreytingar á þingsályktunartillögu (sjá breytingarham)
Þingskjal 1019 — 636. mál. .
Tillaga til þingsályktunar
um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.
Frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar (VBj, ÁI, RM, JRG, MN, MT).
Alþingi ályktar að tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningum 30. júní 2012.
Eftirfarandi spurningar verði bornar upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
1. Vilt þú að vinnu við gerð nýrrar stjórnarskrár verði haldið áfram á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs?
Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?[X19]
Merktu í reitinn fyrir framan þann valmöguleika sem þú kýst.
- o Já, ég vil að vinnu við gerð nýrrar stjórnarskrár verði haldið áfram á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs.
Já, ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga.
- o Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.
Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
- Tek ekki afstöðu.
2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði [X20] | Já | Nei | Tek ekki afstöðu |
1. náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, [X21] lýstar þjóðareign ? | |||
2. staða þjóðkirkjunnar ákveðin í almennum lögum en ekki í stjórnarskrá ? |
|||
3. ákvæði um persónukjör í kosningum til Alþingis ? |
|||
4. ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ? | |||
5. ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu ? E |
o 10% eða um 23 þús.
|
Comments are closed.