Hvernig kynni skipan Alþingis að breytast við jafnt vægi atkvæða?
Þessari spurningu hefur verið kastað fram. Spurt er nánar hvað gerst hefði 2009 ef þá hefði verið jafnt vægi atkvæða. Það er alltaf varhugavert að nota úrslit úr liðnum kosningum til að spá um hvað gerst hefði ef kosningalög hefðu verið einhvern veginn öðru vísi. Kjósendur haga sér ávallt að nokkru með tilliti til þess fyrirkomulags sem gildir hverju sinni.
Engu að síður er hér sýndar töflur um skiptingu þingsæta ef sætum er skipt eins jafnt og unnt er milli kjördæma á grundvelli kosningaúrslitanna frá 2009.
Tafla I sýnir hvernig sætaskipanin hefði orðið 2009 ef sætum væri skipt á milli kjördæma í hlutfalli tölur kjósenda á kjörskrá 2009, þ.e.a.s. jafnt vægi óháð búsetu.
Tafla II sýnir tilfærslu á úthlutun sæta við þá breytingu á úthlutun sæta sem orðið hefði við jöfnun atkvæaðvægis, en að engu öðru breyttu í kosningalögum.
Nú liggur fyrir eitt að þingsæti mun færast frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis skv. gildandi lögum fyrir næstu kosningar vorið 2013. Við það eitt færast sæti út og suður eins og sjá má í töflu III.
Því má segja að hluti þeirrar breytingar sem yrði við jöfnun atkvæðavægis muni þegar koma að hluta fram 2013. Þetta má lesa út úr töflum II og III og samandregið í töflu IV.
Að lokum verður að endurtaka fyrirvara um svona talnaleik aftur í tímann.
Comments are closed.