Skip to content

Um gagnrýni á ákvæði um þingkosningar í frumvarpi stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason, November 26th, 2012

Í minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sendu 26. nóvember bregst ég við hluta þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið í erindum til þingnefndarinnar á ákvæði um þingkosningar í tillögum stjórnlagaráðs að endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Minnisblaðið hefur verið í vinnslu allt frá haustinu 2011 og var frágengið áður en núverandi hrina málins hófst, þ.e.a.s. þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október s.l., vinna sérfræðingahóps þess sem skilaði af sér 12. nóvember s.l., frumvarp meirihluta stjórnskipunar og eftirlistnefndar og umræðu um það. Því er hér gengið út frá upphaflegum tillögum stjórnlagaráðs eins og þær eru birtar á þskj. nr. 3,140. lþ.

Þrátt fyrir að höfundur telji þá gagnrýni sem hér verður svarað um margt óréttmæta eða byggða á misskilningi telur höfundur tillögu stjórnlagráðs um fyrirkomulag kosninga til Alþingis ekki yfir gagnrýni hafna, og það þótt hann hafi átt aðild að tilurð hennar. Vonandi gefst tækifæri til að bæta hugmyndina nú þegar efnislega umræðan um málið er loksins hafin.

Minnisblaðið er þannig upp byggt að fyrst eru meginákvæði tillagnanna rifjuð upp en síðan er fjallað um gagnrýnina.

Helsta gagnrýnin sem brugðist er við er þessi:

  • Umsögn Ágústs Þórs Árnasonar og Skúla Magnússon til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 17. janúar 2012, dbnr. 909.
  • Erindi Hauks Arnþórssonar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 18. nóvember 2011, dbnr. 232.
  • Athugasemdir sem fram komu í máli þingmanna við umræðu um frumvarpið 11. október 2011.

Þá skal bent á ítarefni sem ég hef tekið saman:

  • I. ítarefni um kosningar til borgarþinga í borgríkjunum Bremen og Hamborg. Nýtt kosningkerfi með ítarlegu persónukjöri og samblandi kjördæmis- og landskjörs var tekið upp 2011 og kosið eftir því þá um vorið. Vísað er til þessa ítarefnisskjals á stöku stað. Sjá http://thorkellhelgason.is/?p=1787.
  • II. ítarefni með kosningaákvæðum í stjórnarskrám Norðurlanda í samanburði við frv. stjórnlagaráðs og dæmi stjórnlaganefndar. Athyglisvert er hve mismunadi ítarleg ákvæðin eru. Sjá http://thorkellhelgason.is/?p=1792.
  • III. ítarefni er samantekt á spurningum og svörum um kosningakerfi stjórnlagaráðs. Þetta var hugsað handa almennum kjósendum en ætti að einhverju leyti líka að geta svarað hugsanlegum spurningum þingnefndarmanna. Sjá http://thorkellhelgason.is/?p=1802.

Erindið er að finna í heild í skjalinu Erindi Kosningagagnryni 26 nov 2012

 

 

Comments are closed.