Greinargerð um efnið, fyrningarleiðina, var upphaflega samin sumarið 2010 fyrir Starfshóp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða sem þáverandi ríkisstjórn setti á laggirnar.  Höfundar greinargerðarinnar voru þeir Þorkell Helgason, fyrrv. prófessor í reiknifræði við Háskóla Íslands, og Jón Steinsson, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York. Þessa eldri gerð er að finna á vefsíðunni https://thorkellhelgason.is/?p=285.

Annar höfundanna, Þorkell Helgason, hefur endurskoðað greinargerðina þar sem m.a. eru felld brott nokkur útfærsluatriði sem áttu sérstaklega við í umræddu pólitísku samhengi. Auk þess er þar nýtt viðhengi þar sem sérstaklega er vikið að því hvers virði það sé fyrir útgerðina að eytt sé óvissu um framtíð aflamarkskerfsins. Nýja gerðin finnst hér: Fyrningarleið 25juni2020

Í hnotskurn er í báðum gerðum greinargerðarinnar reifuð leið um breytt fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem grundvallast á hugmynd um hægfara fyrningu aflahlutdeilda, þ.e. endurúthlutun þeirra að stærstum hluta en það sem losnar við fyrninguna sé boðið upp. Fjallað er um afbrigði af grunngerð fyrningarleiðarinnar m.a. með vísan til kosta hennar og galla.