Skip to content

 „Helguleikur“

Höfundur: Þorkell Helgason, January 15th, 2018

Væntanleg er bók um tónlistarstarf Helgu Ingólfsdóttur semballeikara (f. 1942, d. 2009) og um leið sögu Sumartónleika í Skálholtskirkju sem Helga stofnaði og stýrði í þrjátíu sumur.

Nánari upplýsingar um bókina og geisladiska sem fylgja henni er að finna hér:

Helguleikur efni og diskaskrá

Hægt er að skrá áskrift með ýmsu móti (þó helst í þessari forgangsröð):

  1. Á síðunni: Skráningarsíða.
  2. Með tölvupósti á thorkellhelga@gmail.com og fá þá sent eyðublað til baka.
  3. Með bréfi til Þorkels Helgasonar, Strönd, 225 Álftanesi þar sem fram komi fullt nafn, kennitala, heimilisfang auk nafns maka sé því að skipta.
  4. Eða með því að hringja í mig í síma 893 0744.

Þeir sem ná að tilkynna áskrift fyrir 10. febrúar n.k.  fá nafn sitt (og maka) skráð í bókarlok, í Tabula honorum, nema þess sé ekki óskað.

Höfundur bókarinnar er Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, tónskáld og tónlistarfræðingur. Bókin kemur út með vorinu og verður talsvert á fjórða hundrað síðna. Henni fylgja sex hljómdiskar með einleik Helgu, en Bjarni Rúnar Bjarnason, fyrrv. tónmeistari Ríkisútvarpsins, annast vinnslu diskanna. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út.

Áætlað er að smásöluverð bókarinnar ásamt geisladiskunum nemi um 15 þúsund krónum en þeir sem skrá sig í þessari forsölu greiða 8.900 kr. Útgáfa bókarinnar er styrkt af Minningarsjóði um Helgu Ingólfsdóttur en þeir sem gerast áskrifendur að bókinni ljá með því sjóðnum lið.

Aðstandendum Minningarsjóðsins væri mikil fengur í áskrift þinni að bókinni og heiður af skráningu í Tabula honorum.

F.h. hönd Minningarsjóðs um Helgu Ingólfsdóttur, Þorkell Helgason, form. stjórnar sjóðsins.

Comments are closed.