Skip to content
Flokkar

Kjóstu!

Höfundur: Þorkell Helgason, November 24th, 2010

Stór hópur frambjóðenda hefur opnað vefsíðuna kjostu.org í þeim eina tilgangi að hvetja fólk til að kjósa.

En ekki er nóg að kjósa. Það verður að gera rétt. Munið að kosningarfyrirkomulagið er þannig að frambjóðandinn sem þú setur í efstu vallínu á kjörseðilinn hefur forgang að atkvæði þínu. Næsti maður á kjörseðlinum getur erft atkvæðið (eða hluta þess) frá þeim efsta undir tveimur kringumstæðum. Annars vegar ef sá efsti fær of lítið fylgi til að ná á kjöri eða hins vegar ef hann fær meira fylgi að hann þarf til að ná kjöri. Í báðum tilvikum færist atkvæði þitt (eða viðeigandi hluti þess) til næsta manns á þínum kjörseðli. Og svo koll af kolli. Þetta merkir líka að þú skaðar engan af þeim sem þú berð helst fyrir brjósti með að raða fleirum neðar á kjörseðilinn.
En það er lykilatriði að menn raði: Þann efsta viltu helst, en að honum frágengnum viltu þann næsta sem þitt varaval og svo framvegis.

Comments are closed.