Þegar þetta er ritað er verið að opna kjörstaði. Í dag verður kosið til stjórnlagaþings sem er falið það ábyrgðarmikla verkefni að gera tillögu um endurbætta stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Þessi kosning er því ein sú mikilvægasta í sögu þessa lýðveldis. Brýnt er að kjörsókn verði góð þannig að þingfulltrúar fái traust umboð þjóðarinnar til starfa sinna. Flykkjumst því á kjörstað í nafni lýðræðisins. Látum ekki aðra kjósa fyrir okkur með því að mæta ekki.
Það er mikið úrval góðra frambjóðenda. Fjöldi þeirra ætti því ekki að vaxa mönnum í augum; þvert á móti veitir hann kjósendum tækifæri til vals í þessum fyrsta persónukjöri á fulltrúaþing. Látum ekki tækifærið úr greipum okkur ganga.