Formaður stjórnlaganefndar var að tjá sig í Ríkisútvarpinu nú fyrir hádegi á kjördag. Formaðurinn virti vara við auglýsingum með mörgum nöfnum sem birst hafa og varaði við hópamyndun. Leggja verður áherslu á að þetta er persónukjör, alls ekki listakjör með neinum hætti. Kosningarfyrirkomulagið er þannig að það gefur einfaldlega engan kost á listakjöri.

Ég býð mig fram algerlega sem einstaklingur, og er ekki í neinu kosningabandalagi; ekki á neinum „lista“. Ég hef sést með öðrum frambjóðendum í auglýsingum og langt í frá alltaf þeim sömu. Við höfum slegið okkur saman af ýmsum ólíkum ástæðum; annars vegar til að kynna ýmissa funda með kjósendum og hins vegar til að hvetja til góðrar kosningarþátttöku. Þá höfum við slegið okkur saman af sparnaðarástæðum, enda viljum við öll stilla kostanði í hóf.

Ég hef hvergi í mínum skrifum mælt með einstökum meðframbjóðendum. Það er alfarið kjósenda að velja. Þetta er einstaklingskosning, ekkert annað.