Þegar þetta er ritað er verið að ræða á Alþingi hvernig eigi að taka á málinu. Ég vil ekki, sem einn þeirra sem kjörinn var, tjá mig um of um hugsanlegar lausnir sem virðast einkum tvær:  Ný kosning eða að Alþingi  skipi á stjórnlagaþingið. Sumir vilja slá þingið af. Ég segi ekki annað á þessu stigi en að ég er eindreginn stuðningsmaður stjórnlagaþings sem hafi sem sterkast umboð frá þjóðinni og sem best tengsl við þjóðina. Hvort ég muni sitja á komandi stjórnlagaþingi er ekki aðalatriðið, heldur að þingið verði haldið og þar verði unnið af vandvirkni.

Ég hef aftur á móti brennandi áhuga á stjórnarskrárumbótum og gef kost á mér til starfa á stjórnlagaþingi hvernig svo sem það verður sett á laggirnar, með skipun eða kjöri.

Áfram með stjórnlagaþingið!