Skip to content

Færslur frá August, 2012

Aug 7 12

Meira um aðferðir við forsetakjör

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 31. júlí 2012]

Í Fréttablaðinu 25. júlí sl. er ágæt frásögn af góðu framtaki nokkurra fræðimanna sem spurðu í netkönnun hvaða aðferð fólki hugnaðist best við kjör í embætti forseta Íslands. Spurt var um fjórar aðferðir auk þeirrar núverandi þar sem einfaldur meirihluti ræður. Meðal annars var boðið upp á það sem fræðimennirnir kölluðu “varaatkvæðisaðferð”. Við þetta má bæta fróðleik sem hvorki kom fram hjá spyrlunum né heldur í fréttaskýringunni.

Fyrst er þess að geta að nafngiftin á því sem nefnt er “varaatkvæðisaðferð” hefur verið á reiki. Hún hefur í opinberum skjölum verið kennd við “forgangsröðun” en

lesa áfram »