Skip to content

Færslur frá January, 2015

Jan 29 15

Umbætur á kosningakerfinu: IV. Útdeiling jöfnunarsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

Pistill þessi, Umbætur á kosningakerfinu: IV Útdeiling jöfnunarsæta, er er fjórði og síðasti efnispistla um umbætur á kosningakerfinu sem koma í framhaldi af yfirlitsgrein um viðfangsefnið. Greinarnar er að finna í einni heild í hausthefti 2014 af vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (Þorkell Helgason, 2014) sem mun síðar birtast á prenti.

Í inngangi pistilsins segir m.a.:

Með kosningalögum þeim sem komu til framkvæmda 1934 var þingsætum skipt í tvo hópa, kjördæmissæti og jöfnunarsæti (þá nefnd uppbótarsæti). Kjördæmissætunum var og er alfarið úthlutað á grundvelli úrslita innan hvers kjördæmis en jöfnunarsætum er úthlutað innan hvers kjördæmis með tilliti til úrslita á … lesa áfram »

Jan 29 15

Umbætur á kosningakerfinu: III. Úthlutunarreglur

Höfundur: Þorkell Helgason

Pistill þessi, Umbætur á kosningakerfinu: III. Úthlutunarreglur, er sá þriðji fjögurra efnispistla um umbætur á kosningakerfinu sem koma í framhaldi af yfirlitsgrein um viðfangsefnið. Greinarnar er að finna í einni heild í hausthefti 2014 af vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (Þorkell Helgason, 2014) og mun síðar birtast á prenti.

Upphaf pistilsins er þannig:

Í þessum kafla er fjallað um grundvallaratriði, þ.e.a.s. reiknireglur við úthlutun sæta, ekki endilega vegna þess að lagt sé til að skipt verði um aðferðir í íslenska kosningakerfinu, heldur hins að fróðleikur um þær skiptir máli í allri umfjöllun um kosningar.

Úthlutun sæta til framboðslista á grundvelli … lesa áfram »

Jan 29 15

Umbætur á kosningakerfinu: II. Jöfnuður milli flokka

Höfundur: Þorkell Helgason

Pistill þessi, Umbætur á kosningakerfinu: II. Jöfnuður milli flokka, er annar fjögurra efnispistla um umbætur á kosningakerfinu sem koma í framhaldi af yfirlitsgrein um viðfangsefnið. Greinarnar er að finna í einni heild í hausthefti 2014 af vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (Þorkell Helgason, 2014) og mun síðar birtast á prenti.

Upphaf pistilsins er þannig:

Ekki náðist fullur jöfnuður milli þingflokka í kosningunum 2013 og er þá einungis miðað við jöfnuð milli þingflokka, en atkvæði þeirra samtaka sem ekki náðu manni á þing eru látin liggja á milli hluta. Slíkur jöfnuður hefur á hinn bóginn náðst í öllum öðrum þingkosningum frá … lesa áfram »

Jan 27 15

Umbætur á kosningakerfinu: I. Jöfnun atkvæðavægis

Höfundur: Þorkell Helgason

Pistill þessi, Umbætur á kosningakerfinu: I. Jöfnun atkvæðavægis, er sá fyrsti fjögurra efnispistla um umbætur á kosningakerfinu sem koma í kjölfar yfirlitsgreinar um viðfangsefnið. Greinarnar er að finna í einni heild í hausthefti 2014 af vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (Þorkell Helgason, 2014) og mun síðar birtast á prenti.

Ég vek sérstaklega athygli á því í pistlinum að það er ekkert því til fyrirstöðu að jafna atkvæðavægið að fullu með lagabreytingu einni. Til þess þarf ekki breytingu á stjórnarkrá. Hitt er annað mál að Stjórnlagaráð taldi það tryggara að ekki sé aðeins heimilt að gera öllum kjósendum jafnt undir höfði, … lesa áfram »

Jan 27 15

Umbætur á kosningakerfinu: Yfirlit

Höfundur: Þorkell Helgason

Í yfirlitsgrein þessari og í fjórum pistlum sem koma í kjölfarið verður farið yfir þrjú grunnatriði í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis og bent á æskilegar lagfæringar sem allar rúmast innan ramma núgildandi stjórnarskrár. Greinarnar er að finna í einni heild í hausthefti 2014 af vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (Þorkell Helgason, 2014) og mun síðar birtast á prenti.

Yfirlitsgrein þessa má lesa í heild sinni hér: Umbætur á kosningakerfinu: Yfirlit

Byrjun greinarinnar er þannig:

Fyrirkomulag kosninga … hefur verið miklum breytingum háð allt frá upphafi kosninga til Alþingis 1844. Markmiðin hafa verið af ýmsum toga eins og jöfnun kosningaréttar eftir kyni, … lesa áfram »